Umferðaröryggi við Barnaskóla og Leikskóla Hjallastefnunnar í Öskjuhlíð

Umferðaröryggi við Barnaskóla og Leikskóla Hjallastefnunnar í Öskjuhlíð

Gríðarleg hætta steðjar að 2-10 ára nemendum skólanna við Nauthólsveg þar sem umferð hefur mælst yfir 80km/klst. Mikilvægt er að gripið verði tafarlaust til aðgerða með því að færa hámarkshraða niður í 30km/klst og setja upp t.d. hraðahindranir, gönguljós, öryggisrið, eyjur og/eða þrengingar.

Points

Við Nauthólsveg er umferð gríðarlega hröð, framúrakstur er sjáanlegur enda er vegurinn beinn og breiður án þrenginga. Leikskólinn stendur við götuna og Barnaskólinn þar fyrir aftan. Börn hjóla í og úr skóla, heilu bekkirnir ganga daglega í Valsheimilið og í kring og að auki stendur leikvöllur leikskólans beint við götuna. Það þarf ekki að spyrja að leikslokum ef bíll á 70-80km hraða keyrir á barn. Við biðjum um tafarlausar aðgerðir. Lögreglan hefur mælt ökutæki á 78km/klst beint við skólann.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information