Undirgöng yfir Hringbraut við Vesturbæjarskóla

Undirgöng yfir Hringbraut við Vesturbæjarskóla

Points

Hringbrautin er stór og hættuleg gata og þarna eru mörg börn á ferli út af Vesturbæjarskóla. Könnun var gerð sem sýndi að færri börn í Vesturbæ stunda íþróttir norðan Hringbrautar en sunnan hennar. Ég bý sjálf sunnan hringbrautar og krakkarnir mínir fara sjálfir í KR í sínar íþróttir en ég sendi þau ekki ein í tónlistina sem er í Vesturbæjarskóla. Frístundirnar eru á hefðbundum vinnutíma og líklega eru margir ekki í stöðu til að fylgja börnum sínum í þær.

Þú átt væntanlega við undirgöng undir Hringbraut. Hugmyndin er góð og í raun þyrfti að gera það sama við Miklubraut við Hlíðar, en þetta er svo dýrt og sem útsvarsgreiðandi er ég ekki tilbúinn í þetta. Ps. Ég veit eiginlega ekki hvort ég á að setja rökin með eða móti, því ég er bæði með og á móti, það vantar þriðja val.

Ég held að undirgöng á þessum stað séu ekki sniðug. Undirgöng taka mikið pláss og ég sé ekki hvar þessi göng gætu verið. Þetta yrði gríðarlega dýr og plássfrek framkvæmd sem myndi raska umferð um Hringbrautina í marga mánuði með tilheyrandi látum, ryki og öðru ónæði fyrir okkur sem búum í grenndinni. Auk þess er nýbúið að gera ný umferðarljós fyrir gangandi vegfarendur við gatnamót Hringbrautar og Meistaravalla.

Ég er sammála rökunum hér að ofan. Frekar mætti lækka umferðarhraða í götunni. Þar sem að gatan er í miðri þéttri íbúabyggð og liggur framhjá skóla og þjónustu í hverfinu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information