Draga sameiningar grunnskóla í Reykjavík til baka

Draga sameiningar grunnskóla í Reykjavík til baka

Draga sameiningar grunnskóla í Reykjavík til baka

Points

Fólk kynnir sér þau hverfi sem það vill búa í og hvernig skólar og önnur þjónusta er áður en það frjárfestir í húsnæði í viðkomandi hverfi. Það er hverfandi sparnaður af þessum sameiningum eða 12 milljónir fyrir 2012 skv. fréttum RUV þannig að ekki er fjárhagslegur sparnaður af þessu nema þar sem þarf að byggja, mögulega má ná meiri nýtingu sumra kennara en því má líka ná með samvinnu milli skóla án sameiningar. Stærri skólar þíða fleiri vandamál og þá þarf að leyfa skóla með aðgreingu.

Ég valdi mér hverfi til búsetu fyrst og fremst útfrá því hvernig skóla- og leikskólamálum væri háttað. Mér er fyrirmunað að skilja hvernig borgarstjórn getur umturnað öllu í mínu hverfi án samráðs við íbúa, þ.e. hvernig þeir geta umturnað öllu vitandi hversu ósáttir íbúarnir eru. Það er ekki oft sem ég hef bölvað því að búa í Reykjavík, það var ekki fyrr en Besti flokkurinn komst við völd sem ég skammaðist mín hreinlega að vera Reykvíkingur.

Gífurleg óánægja ríkir meðal foreldra barna í skólanum með fyrirhugaðan flutning unglingadeildir yfir í Foldaskóla.Við fáum ekki sundurliðun á þessum sparnaði sem talað er um og hljótum að þar af leiðandi að draga þær í efa. Sérdeild í Hamraskóla verður lögð niður með afleiðingum sem engin getur ímyndað sér hvaða afleiðingar hafa fyrir þessa mjög svo brothættu nemendur. Í stýrihóp hafa kostir og gallar stórra unglingadeilda mikið verið ræddir og eins hvernig starfinu í Hamraskóla og Húsaskóla verði fram haldið án unglingadeilda. Við þessum hugleiðingum fáum við enginn svör einnig höfum við beðið um að fá að vita hvaða fagaðilar hafa mælt með þessu. Sumir foreldrar eru þá komnir með börn í tvo grunskóla með því óhagræði sem af því hlýst. Þá má búast við að þau 50-60 börn úr Hamrahverfi verði í auknu mæli keyrð í skólann með þeim ókosti sem það hefur í för með sér svo sem eldsneytiskostnaður umferðar þungi og ég tala nú ekki um mengun. Foreldrar hafa valið sér þetta hverfi með þeim kostum og göllum sem það býður uppá, og hefur lítill fámennur skóli verið talinn kostur. Þá má nefna að Hamraskóli hefur komið mjög vel út í kennslu í samanburði við aðra skóla og tel ég það vera skylda ráðamanna að viðhalda þeim góða árangri sem þar hefur náðst.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information