Ekki hótel - Björgum Nasa. Falla frá fyrirhuguðu deiliskipulagi við Austurvöll.

Ekki hótel - Björgum Nasa.
Falla frá fyrirhuguðu deiliskipulagi við Austurvöll.

Halda Nasasalnum í sinni upprunalegri mynd. Nýta hann áfram í þágu tónlistar. Hætta við byggingu risastórs hótels sem mun auka skuggavarp á Austurvelli og yfirgnæfa falleg og menningarsögulega merkileg hús á svæðinu.

Points

1. Nasa salurinn verður rifinn sem er mikill skaði, en hann hefur þjónað borgarbúum frá 1944. 2. Háum nýbyggingum í öðrum stíl verður troðið á milli og alveg upp að gömlum og sögufrægum timburhúsunum, og yfirgnæfa þau. 3. Illa verður farið með Landsímahús Guðjóns Samúelssonar með hækkun og enn annari viðbyggingu. 4. Aukið skuggavarp á Austurvöll. 5. Umferðamálin eru óleyst: Að þessu risahóteli verður ekki hægt að koma bíl nema eftir einbreiðu Kirkjustræti framhjá Dómkirkjunni og Alþingi.

skuggavarpið gæti minnkað með inndraganlegum þökum og húshornum , dregið inn eða fellt niður til að hleypa sól að þegar þarf , sem er hvað klukkutími eða tveir á dag kannski. og þar í húsinu væri notkun sem leyfir minnkun herbergja á þeim tímum.

eða gæti verið opinn stigagangur úr vírgrindarefni þar á horninu sem hleypir sól í gegn og notað sem neyðarstigi fyrir eld , á vetrum og í sólarleysi og regni væri léttum plötum rennt í og uppvið veggi grindar stigans innanvert til varnar vindi og vætu

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information