Stórt opið svæði á fallegum stað sem í dag er nýtt undir ruslakistu Reykjavíkurborgar ofl. aðila. Í vesturbæ er ekkert opið útivistarsvæði fyrir hunda og fjölskyldur þeirra. Þegar veður viðrar vel má nýta svæðið bæði undir leiki og nestisgöngu eða þá bara hittir maður samborgara sína og spjallar eins og gert er í heitapottinum ! Aðgangur að svæðinu gæti jafnvel verið lokaður og aðeins fyrir þá sem greiða árgjald (hundaskattinn) eða þá greitt inn á það, dekkaði viðhald og þrif.
Þessi hugmynd var færð úr Hverfið mitt 2016 og hægt er að finna hana hér: https://hverfid-mitt-2016.betrireykjavik.is/post/7439
Svæðið er ónýtt nema sem ruslakista og mikið óprýði fyrir þá sem eiga um það leið. Vesturbæingar hafa engan griðastað fyrir lausagöngu hunda, myndi létta á Ægisíðunni og lausagöngu hunda þar. Hundar vilja leika, synda, hlaupa og þefa !! Fjölskyldan vill njóta útiveru, hreyfa sig og hitta samborgara sína á spjalli. í dag eru öll opin hundasvæði í útjaðri borgarmarka nema Geirsnef, sem þykir hvorki aðlaðandi útivistarsvæði né er því haldið þrifalegu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation