Leiksvæði við Fornhaga

Leiksvæði við Fornhaga

Við Fornhaga eru tvö mjög falleg leiksvæði. Þau þarfnast sárlega viðhalds. Svæðin mætti líka gera meira aðlaðandi með bekkjum og jafnvel aðstöðu fyrir hlaupa- eða hjólafólk. Á öðru hvoru svæðinu mætti þess vegna koma fyrir körfum eða mörkum. Mikilvægast er þó að sinna viðhaldi á þeim leiktækjum sem þegar eru til staðar.

Points

Leiksvæðin eru mjög vel staðsett og vel gróin. Þar er því ákaflega skjólgott. Leiktækin á svæðinu eru mjög illa farin og ef fram fer sem horfir án þess að nokkur sé að gert breytast þau í slysagildrur. Þrátt fyrir að svæðunum hafi nánast ekkert verið haldið við síðustu ár eru þau mikið notuð af fjölskyldufólki allan ársins hring. Á svæðinu sem nær er Tómasarhaga er líka hóll sem hentar mjög vel til þess að renna sér á sleða eða snjóþotu.

Þessi hugmynd var færð úr Hverfið mitt 2016 og hægt er að finna hana hér: https://hverfid-mitt-2016.betrireykjavik.is/post/7760

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information