Lagfæra og viðhalda eldri mannvirkjum

Lagfæra og viðhalda eldri mannvirkjum

Það þarf átak í viðhaldi á eldri mannvirkjum í Laugardal öllum, sér í lagi dettur mér í hug ónýt lýsing við stíginn gegnum dalinn milli Fjölskyldu og Húsdýragarðs og Grasagarðsins alveg enda á milli frá malarstæðinu ofan við garðinn og að íþróttamannvirkjum, þessi leið er í nær algeru myrkri á veturna. Sá stígur er líka mjög ósléttur eftir m.a. rætur aspanna sem eru beggja vegna við. Eins er td. stígur í beinu framhaldi af gangstétt frá Hrísateig að Kringlumýrarbraut mjög illa farinn.

Points

Hugmyndin var fimmta efsta hugmynd júlí mánaðar á samráðsvefnum Betri Reykjavík og kemur úr flokknum „framkvæmdir“. Hugmyndin var einnig færð í Hverfið mitt 2016 en náði ekki brautargengi í kosningum haustið 2016. Hugmyndin hélt sínum stað hér á samráðsvefnum og hefur nú verið send umhverfis- og skipulagsráði til meðferðar. Afgreiðsla ráðsins mun vera birt hér þegar hún liggur fyrir.

Það þarf ekki alltaf að gera eitthvað "nýtt", og það kostar á endanum meira að láta hlutina drabbast niður. Mæli líka með vistvænum ljósgjöfum (LED) þarna í Laugardalinn, sem lýsa NIÐUR og á stíginn en ekki inn í trén eða í allar aðrar áttir (gamla lýsingin skilar engu niður á stíg og flokkast líklegast sem ljósmengun frekar en nýtileg lýsing.

LED-díjóðulýsing er bara svo léleg og dofnar um helming á einu ári og kostar hægri handlegg og fót! En endilega betra viðhald á þessu sem er og stækka svæðið :)

Þessi hugmynd var færð úr Hverfið mitt 2016 og hægt er að finna hana hér: https://hverfid-mitt-2016.betrireykjavik.is/post/7132

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information