Ekki eyðileggja Hjartagarðinn

Ekki eyðileggja Hjartagarðinn

Ekki eyðileggja Hjartagarðinn

Points

Það þyrftu að vera fleiri svona staðir í Reykjavík, en einn ætti að vera nóg, en hann þarf að vera.

Mjög skemmtilegur staður fyrir fólk á öllum aldri. Frábært að svona staður skuli vera til í miðbæ Reykjavíkur. Gefur miðbænum líf og lit. Ég bý i miðbænum og myndi sakna þess verulega að missa þennan garð. Þegar ég hef litið þarna við í sumar hefur alltaf verið fullur garður af fólki, sumir á brettum, sumir að spjalla, og margir ferðamenn að skoða og taka myndir. þarna hafa líka verið markaðir. Þessi garður á engan stað sinn líka i miðbænum. það væri mikil synd að missa þennan garð!!!

Ég bjó í 3 ár í London og vann í grennd við Hoxton Square og Brick Lane. Þegar ég kom inn í Hjartagarðinn leið mér í ótrúlega vel og og fékk smá gæsahúð yfir því að Ísland væri að verða alvöru stórborg. Átti margar góðar stundir þarna í sumar á hinum ýmsu viðburðum eða bara á röltinu með þriggja ára dóttur minni sem gat endalaust leikið sér í tækjunum þarna. Ég sá fyrir mér að það mætti gera svæðið enn betra með hipster veitingastöðum og markaði eins og Spitalfields

http://www.youtube.com/watch?v=i3OKwOLy8zE&list=UUcLdUp0S-4HzJIZ5XYeh1Sg&index=1&feature=plcp

Æ <3 <3park

Á fundi þar sem arkitektar og eigendur Hljómalindarreitsins svokallaða kynntu framtíaðráform kom fram að leyfi fyrir Hjartagarðinum hafi aldrei átt að vara lengur en sumarrlangt. Gott og vel. Hinsvegar þykir mér ástæða til að taka til greina breytingar sem orðið hafa. Náttúruleg og sjálfssprottin þróun án inngrips fagmanna er oft betri en sú sem er skipulögð út í ystu æsar. Mér þætti leitt að sjá yfirvöld grípa inní þessa jákvæðu þróun garðsins og lífsins í honum og vinna frekar með henni.

Þegar öllu er á botninn hvolft, hvaða fyrirmynd og framtíðarsýn viljum við setja börnum landsins? Að peningar og steinsteypa skipti meiri máli en menning, samfélagsandi og þjóðarsál? Ef úr verður að hinn ástkæri Hjartagarður falli undir stein, þá skammast ég mín fyrir það að vera íslendingur.

Það hefur rosalega jákvæð áhrif á börn að alast upp í umhverfi sem er svona opið og fjölbreytt eins og Hjartagarðurinn. Þetta er eini almennilegi leikvöllur barna í miðbænum. Þetta er rosalega skapandi umhverfi og lokar börn ekki bara í sínu eigin horni um að meiga ekki hitt og þetta. Ef ég væri til dæmis 6ára þá gæti ég ekki ýmindað mér skemmtilegri leikvöll en þann sem er fullur af skemmtilegu fólki sem hjálpa mér að vaxa og þroskast. Erum við líka ekki að hugsa um næstu kynslóð?

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information