Ekki eyðileggja Hjartagarðinn

Ekki eyðileggja Hjartagarðinn

Ekki eyðileggja Hjartagarðinn

Points

Menningin sem myndast í Hjartagarðinum er falleg og skemmtileg. Þetta er ekki bara einhver staður í Reykjavík sem hægt er að breyta án þess að fólk berjist á móti því að þessi staður er í hjarta okkar allra. Hvernig haldiði að stjórmálamenn myndu bregðast við ef við myndum ákveða að eyðileggja ráðhúsið, Bessastaði eða alla þá staði, endilega hjálpið við að halda honum eins og hann er

Ég fann líka þessa síðu, þar sem þetta er enn aðgengilegra: https://www.facebook.com/media/set/?set=a.10151199072940042.499308.405625165041&type=3

Er einhver sem veit hvort það sé búið að loka fyrir svo ekki sé hægt að styðja? Virðist hvergi vera hnappi sem ég get ýtt á til að styðja, stendur "í vinnslu" er þá ekki lengur hægt að styðja málstaðinn?

hvernig þetta eru rök með því að eyðileggja Hjartagarðinn._?

Ég skil ekki alveg hvernig þetta eru rök með því að eyðileggja Hjartagarðinn.

Hefur það komið fram að til standi að *eyðileggja* Hjartagarðinn? Hverju nákvæmlega er verið að mótmæla hér? Er hægt að sjá þær fyrirætlanir einhverstaðar?

Þetta átti væntanlega að fara í Rök með, bara mistök..

hér getur þú séð fyrirætlanir, lestu og skoðaðu vel. Ekki vitlaus spurning hjá þér, gott að kynna sér málin :) http://www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-736/1268_read-32979/

Hvernig er hægt að vilja taka þetta líf úr fallegu borginni okkar : http://jelenaschally.tumblr.com/

Er einhver sem veit hvort það sé búið að loka fyrir svo ekki sé hægt að styðja? Virðist hvergi vera hnappi sem ég get ýtt á til að styðja, stendur "í vinnslu" er þá ekki lengur hægt að styðja málstaðinn?

Er einhver sem veit hvort það sé búið að loka fyrir svo ekki sé hægt að styðja? Virðist hvergi vera hnappi sem ég get ýtt á til að styðja, stendur "í vinnslu" er þá ekki lengur hægt að styðja málstaðinn?

Hvernig væri að þeir sem eru á móti varðveislu Hjartagarðsins skrifuðu rök fyrir sinni afstöðu? Er kannski hellingur af notendum sem sörfar BR til þess eins að slá niður hugmyndir án þess að þurfa að gera grein fyrir skoðunum sínum? Ég skal gefa ykkur hugmynd að rökum (alveg ókeypis kapítalistarnir mínir): ,,Ég er að fara að byggja hótel þarna og það skiptir mig meira máli en hlý og menningarleg miðborg" eða: ,,Ég hata opin rými, sérstaklega ef fólk getur notið þeirra án endurgjalds, helst vildi ég kringluvæða alla borgina haha!" svona sem dæmi...

Er einhver sem veit hvort það sé búið að loka fyrir svo ekki sé hægt að styðja? Virðist hvergi vera hnappi sem ég get ýtt á til að styðja, stendur "í vinnslu" er þá ekki lengur hægt að styðja málstaðinn?

Hér er kominn garður í hjarta miðborgarinnar þar sem fólk á öllum aldri getur sameinast. Mjög jákvætt uppbyggingarstarf hefur átt sér stað þar undanfarið. Aukið líf við Laugaveg og Hverfisgötu! Kaupmennirnir ættu ekki að geta kvartað yfir því. Auk þess er hjartagarðurinn með einstaklega skemmtilega veggjalist sem allir geta notið. Ókeypis menningargarður á besta stað í bænum. Leyfið honum að vera og þróast áfram!

þetta var líklegast miskilingur, ´´á móti ´´að eyðilegja garðinn. ég hef gert sömmu mistök

Ah! Double negatives for all!

Er einhver sem veit hvort það sé búið að loka fyrir svo ekki sé hægt að styðja? Virðist hvergi vera hnappi sem ég get ýtt á til að styðja, stendur "í vinnslu" er þá ekki lengur hægt að styðja málstaðinn?

Er einhver sem veit hvort það sé búið að loka fyrir svo ekki sé hægt að styðja? Virðist hvergi vera hnappi sem ég get ýtt á til að styðja, stendur "í vinnslu" er þá ekki lengur hægt að styðja málstaðinn?

Elton John vill ekki breyta Hjartagarðinum, öruglega

Það er ekki mikið um slíkar vinjar í Reykjavík og því sárgrætilegt ef þessi verður eyðilögðö

Það kemur enginn í miðbæinn til að skoða hótel...

Líflegur og yndislegur reitur sem hefur verið virkur í sumar og býður upp á enn meiri virkni í framtíðinni. Ýmislegt hægt að gera sem myndi ekki ná að njóta sín verði þetta pláss eyðilagt.

Hjartagarðurinn kom mér á óvart sem bæjarfara. Staðurinn er góður samkomustaður á miðjum laugarveginum þar sem að fólk getur dregið sig í hlé frá glundroða skemmtistaðanna, sest niður og átt í samtölum án þess að þurfa að hrópa úr sér lungun. Þarna getur maður drukkið heilann bjór án þess að gera ráð fyrir 50% rýrnun vegna árekstra við dansandi fjölmenni. Aldrei hef ég orðið vitni af neinum átökum né leiðindum og það virðist vera sem að andrúmsloftið á staðnum skapi samheldni meðal allra.

Ég tók eftir því í sumar og það kom líka fram í samtölum mínum við ferðamenn að þeir voru mjög hrifnir og í raun steinhissa á að það væri til svona staður í Reykjavík sem ekkert var talað um eða auglýstur neins staðar. Flestir sem ég ræddi við höfðu runnið á hljóðið og enduðu svo á að eyða drjúgum tíma í að sjúga í sig stemninguna, mannlífið og tónana & það voru margir sem reyndu að festa stemninguna á filmu. Fólk var greinilega í skýjunum með þessa óvæntu og góðu upplifun sína í hjARTagarðinum.

Á þeim stutta tíma sem Hjartagarðurinn hefur verið opinn í þeirri mynd sem hann er í dag, hefur lífið í miðbænum aukist og orðið skemmtilegra. Aukinn viðskipti fyrir kaffihús og bari í nágrenninu og þessi hluti laugavegarins orðið skemmtilegri. Þetta er staður þar sem allir geta farið og sest niður, skoðað list, hlustað á tónlist eða bara notið þess að slappa af á miðjum laugaveginum í þessum frábæra garði. austurvöllur og Ingólfstorg eru ágætir staðir en Hjartagarðurinn er frjálsari.

Þetta er eini staður sinnar tegundar í allri höfuðborginni og er staður sem á öllum aldri geta komið saman og átt góðan dag saman. Túristar alveg dýrka þennan stað og þetta veit ég þvi ég vinn hinumegin við götuna. Sem dæmi er þetta blogg. http://www.sarahwilson.com.au/2012/09/icelanders-are-kooky/ Ekki gera þessi stóru mistök. Ég hef unnið í miðbænum í meira en 10 ár, vann t.d við Austurvöll. og hef aldrei séð stað með svona stóru hjarta og vellíðan.

Nú þurfa allir Reykvíkingar nær og fjær að líta í hjarta sér og spyrja sjálfa sig, vini, ættingja og tjafnvel rúnaðarvini: Vil ég bjarta framtíð með Hjartagarðinum eða vil ég tortíma Reykjavík?

Ég átti gott sumar núna í Reykjavík og stór ástæða þess er sú að þessi garður er til. Ekki breyta þessum garði.

Hjartagarðurinn hefur hingað til ekki verið neitt spes staður en núna er búið að gera þennan garð upp og lífið sem var þarna eftir að allt var gert upp, var hreint út sagt ótrúlegt. Að kíkja þangað á sólríkum sumardegi og upplifa stemninguna sem myndast þarna getur ekki jafnast á við neitt sem hægt var að upplifa hérna í miðbæ Reykjavíkur áður Það verður allt vitlaust ef á að eyðileggja þennan stað...

Á meðan skipulagsyfirvöld eru ekki með pottþétt betri hugmynd að nýtingu reitsins er alveg eins gott að leyfa honum að vera eins og hann er. Hann virkar vel svona og mögulega eitthvað lengur. Á meðan er engin ástæða til að drepa það góða andrúmsloft sem þarna hefur myndast af einlægum áhuga og vilja fólks til að koma saman á hlutlausum, óþvinguðum stað sem er hannaður af sama fólki og notar hann. Þarna þarf ekki að kaupa neitt, bara vera.

Ég held að félagslíf hafi ekki verið svona gott í reykjavík síðan fyrir internetið ég meina fólk kemur þarna til að kynnast nýu fólki og spjalla saman og hafa það mjög kósí held að þetta sé bara það besta sem reykjavík hefur gert fyrir yngrikynslóðina í borgini bara...EVER!

Það er þegar hvergi þverfóta fyrir auðum iðnaðarsvæðum og tómum háhýsum á höfuðborgarsvæðinu og að baki þeirra standa skammsýnir auðmenn með niðurfelld lán. Af hverju að bæta í þá flóru og fórna öllu því sem gerir miðbæinn okkar aðlaðandi og sjarmerandi? Hjartagarðurinn er fyrsta svæðið sem var algjörlega byggt upp af grasrótinni og alvöru samfélagslegri hugsun. Í kring eru margir af vinsælustu börum og kaffihúsum borgarinnar og Brynja er ein af síðustu "praktísku" verslununum í miðborginni.

Er ekki komið frekar gott bara af verslunum og hótelum í miðbænum? Ég sé ekki alveg hvernig það á að auka við menningu og/eða túristastreymi til landsins. Hjartagarðurinn er skínandi dæmi um íslenska menningu sem flestir túristar og innfæddir hafa töluvert meiri ánægju af heldur en fleirum nýtískuhótelum eða verslunum sem við höfum ekki efni á að versla í. Hjartagarðurinn er öðruvísi, fallegur, skemmtilegur og áhugaverður..fyrir alla sem koma þangað, haldið í það sem gerir Reykjavík að Reykjavík

Allmenningsgarðar eru komnir til að vera. Þetta er hin sanna menning.Af hverju elska Íslendingar Kaupmannahöfn? Jú þar eru svona 200 allmenningsgarðar. Af hverju getur Reykjavík ekki verið eins og Köben? Og svo er verið að taka enn einn tónleikastaðin frá okkur Faktorý, að mínu mati þann besta,ég get talið 2 tónleikastaði (með kerfi og allmennilegu sándi) sem eru eftir á miðsvæðinu (að undanskildri Hörpunni sem ekki allir geta spilað á) . Hvernig er hægt að traðka meira á menningunni? Shame on u

Hjartagarðurinn er svæði þar sem fólk, jafn mismunandi og það er margt, kemur saman, án fordóma, án haturs, það kemur þarna saman til að syngja, dansa, spila tónlist, sitja og horfa á aðra, renna sér um á skautum, hjólabretti, hjólum, hoppa og hlaupa um. Að geta farið þarna niður, og gert hvað sem þú vilt án nokkurra fordóma, eru forréttindi, sem sjást ekki á mörgum stöðum í heiminum, hvað þá reykjavík. Ekki byggja upp eitthvað svona gott, aðeins til að rífa það niður aftur.

♥ MENNING ♥ er kjarni í samfélagi manna og verði staðsetningunni breytt með tilliti til skipulags, þá hverfur menningin með! Ég, ásamt fleirum stóðum fyrir tónlistarveislu einn sólríkan föstudag í sumar við góðar undirtektir - ég vonast eftir fleiri slíkum dögum ... Ég mótmæli fyrirhuguðum breytingum og vonast til þess að menningin fái að lifa áfram þar sem hjartað slær ♥ ... læt myndir fylgja ;o)

Hvernig er það kæra borgarstjórn, eru peningar bara á færandi hendi þarna í borgarstjórabústaðnum við tjörnina, ég veit ekki til þess að þetta sé gefins, þau framlög sem þið veittuð okkur til uppbyggingar Hjartagarðsins, Ég hef aldrei fyrr en nú í sumar orðið vitni af eins blómstrandi stað á höfuðborgarsvæðinu, aðdráttarafl fyrir túrista, heimamenn og fugla. Hversu mikil nauðsyn er að troða íbúðum og hótelum í alla króka og kima í höfuðborgini ?

Ég bý í miðbænum. Mér finnst gaman að búa í miðbænum, en það er að verða æ erfiðara að láta sér líða vel í borgarhluta sem er sífellt að verða meira og meira miðaður við að laða að ferðamenn frekar en íbúa svæðisins. Það eina sem 101 RVK hefur er menning borgarbúa, við höfum ekki ódýr gistirými, heitar sólarstrendur, ódýr flugför hingað etc. Það er nóg af hagstæðari stöðum sem ferðamenn geta farið til að hitta aðra túrista. Eina ástæðan fyrir vinsældum Hjartagarðsins er að hann er "alvöru".

Hér er aðgengileg yfirsýn yfir fyrirhugaðar breytingar. Þarna á að vera lítið almenningssvæði sem mann grunar að verði hellulagt að mestu. Að minnsta kosti verður það umlukt nýjum steinhúsum og þ.a.l. ekkert í líkingu við Hjartagarðinn eins og hann er, ekki einu sinni í smækkaðri mynd.

Hjartagarðurinn hefur orðið miðpunktur menningar í miðbæ Reykjavíkur. Hversu margir staðir í Reykjavík eru eins lifandi og skemmtilegir? Þarna er komin samkomustaður fyrir Íslendinga og útlendinga til þess að vera og njóta sín. Hjartagarðurinn hefur blómstrað og iðað af lífi í sumar. Þarna kemur fólk á öllum aldri til þess að njóta tónlistar, listar og alls annars sem garðurinn hefur upp á að bjóða. Garðurinn hefur verið mörgum til mikillar ánægju og er mótspyrna fólksins helsta sönnunargagn.

Það þyrftu að vera fleiri svona staðir í Reykjavík, en einn ætti að vera nóg, en hann þarf að vera.

Mjög skemmtilegur staður fyrir fólk á öllum aldri. Frábært að svona staður skuli vera til í miðbæ Reykjavíkur. Gefur miðbænum líf og lit. Ég bý i miðbænum og myndi sakna þess verulega að missa þennan garð. Þegar ég hef litið þarna við í sumar hefur alltaf verið fullur garður af fólki, sumir á brettum, sumir að spjalla, og margir ferðamenn að skoða og taka myndir. þarna hafa líka verið markaðir. Þessi garður á engan stað sinn líka i miðbænum. það væri mikil synd að missa þennan garð!!!

Ég bjó í 3 ár í London og vann í grennd við Hoxton Square og Brick Lane. Þegar ég kom inn í Hjartagarðinn leið mér í ótrúlega vel og og fékk smá gæsahúð yfir því að Ísland væri að verða alvöru stórborg. Átti margar góðar stundir þarna í sumar á hinum ýmsu viðburðum eða bara á röltinu með þriggja ára dóttur minni sem gat endalaust leikið sér í tækjunum þarna. Ég sá fyrir mér að það mætti gera svæðið enn betra með hipster veitingastöðum og markaði eins og Spitalfields

http://www.youtube.com/watch?v=i3OKwOLy8zE&list=UUcLdUp0S-4HzJIZ5XYeh1Sg&index=1&feature=plcp

Æ <3 <3park

Á fundi þar sem arkitektar og eigendur Hljómalindarreitsins svokallaða kynntu framtíaðráform kom fram að leyfi fyrir Hjartagarðinum hafi aldrei átt að vara lengur en sumarrlangt. Gott og vel. Hinsvegar þykir mér ástæða til að taka til greina breytingar sem orðið hafa. Náttúruleg og sjálfssprottin þróun án inngrips fagmanna er oft betri en sú sem er skipulögð út í ystu æsar. Mér þætti leitt að sjá yfirvöld grípa inní þessa jákvæðu þróun garðsins og lífsins í honum og vinna frekar með henni.

Þegar öllu er á botninn hvolft, hvaða fyrirmynd og framtíðarsýn viljum við setja börnum landsins? Að peningar og steinsteypa skipti meiri máli en menning, samfélagsandi og þjóðarsál? Ef úr verður að hinn ástkæri Hjartagarður falli undir stein, þá skammast ég mín fyrir það að vera íslendingur.

Það hefur rosalega jákvæð áhrif á börn að alast upp í umhverfi sem er svona opið og fjölbreytt eins og Hjartagarðurinn. Þetta er eini almennilegi leikvöllur barna í miðbænum. Þetta er rosalega skapandi umhverfi og lokar börn ekki bara í sínu eigin horni um að meiga ekki hitt og þetta. Ef ég væri til dæmis 6ára þá gæti ég ekki ýmindað mér skemmtilegri leikvöll en þann sem er fullur af skemmtilegu fólki sem hjálpa mér að vaxa og þroskast. Erum við líka ekki að hugsa um næstu kynslóð?

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information