Göngubrú yfir Kringlumýrarbraut á móts við Suðurver

Göngubrú yfir Kringlumýrarbraut á móts við Suðurver

Göngubrú í stað gönguljósa við Suðurver

Points

Alltof oft sem ég hef séð að bílar stoppa ekki þó að það sé komið grænt göngu ljós og rautt á þá. Oft er það þannig að fyrsta og önnur akgrein stoppa en svo kemur bíll á þeirri þriðju á fullri ferð. Hef horft uppá nokkur bílslys síðustu 3-4 ár þar sem keyrt hefur verið á gangandi vegfarendur (sem fóru samt yfir á grænu gönguljósi). Það er mjög mikil bílaumferð þarna og einnig svakalega mikið af gangandi vegfarendum sem þurfa að fara yfir Kringlumýrabraut daglega. Þetta er lífsnauðsyn!

Væri ekki skynsamlegra að stytta biðtímann á gönguljósunum sem er allt of langur. Brú er ekki mjög heppilegur kostur fyrir hjólandi vegfarendur og fólk með barnavagna.

Börn og aðrir hlaupa mikið yfir á rauðu ljósi í stað þess að bíða þar sem mjög langt getur liðið þar til kemur grænt. Umferðin þarna er bæði mjög hröð og einnig oft mjög þétt þannig að mikil hætta getur skapast ef bílar þurfa að snarhemla. Hætta bæði fyrir gangandi og akandi.

Þessi hugmynd var færð úr Hverfið mitt 2016 og hægt er að finna hana hér: https://hverfid-mitt-2016.betrireykjavik.is/post/7357

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information