Frisbígolfvöll í Öskjuhlíð - 18 brauta

Frisbígolfvöll í Öskjuhlíð - 18 brauta

Öskjuhlíðin væri frábær staður fyrir flottan 18 brauta frisbígolfvöll, t.d. á svæðinu fyrir ofan HR. Mikil aukning hefur orðið í þessu sporti undanfarin ár en segja má að folfið hafi slegið í gegn hér á landi, enda hentar frisbígolf öllum aldurshópum en frítt er að spila á öllum völlunum. Teigar yrðu fyrir börn, byrjendur og lengra komna. Auðvelt er að hanna völlinn þannig að hann falli vel að umhverfinu og þeirri starfsemi sem fyrir er. Frábært lýðheilsumál.

Points

Yndislegt sport sem lokkar mann út í náttúruna með vinunum. Það er mikil eftirspurn af völlum og nánast allir vellir á Reykjavíkursvæðinu að fyllast af nýjum spilurum. Frisbígólfvellir eru einnig með þeim minnst náttúruspillandi íþróttavöllum/svæðum sem finnast og er ekki mikil jarðvinna sem þarf við gerð frisbígólfsvallar. Allar náttúrulegar hindranir eins og tré, runnar og hólar er haldið fast, bæði til að gera völlinn skemmtilegan og krefjandi.

Ört stækkandi frisbígolfsamfélagi fylgir bæði aukin nýting þeirra valla sem fyrir eru auk sí hækkandi getustig spilara, bæði almennra og lengra komna. Því er orðin brýn þörf á krefjandi 18 holu velli miðsvæðis, bæði til að dreifa álaginu sem og að stuðla að frekari þróun íþróttarinar hér á landi.

Þetta yrði án efa einn flottasti frisbee völlur landsins ef af verður og frábær viðbót í útivistarflóru Öskjuhlíðar.

Staðsetningin er auðvitað frábær en aðalatriðið er að þeim fjölgar svo ört sem eru að stunda þessa frábæru íþrótt að það er orðið mjög aðkallandi að henda upp nýjum velli á höfuðborgarsvæðinu hið allra fyrsta.

Ég get lítið sagt sem hefur ekki verið sagt hér fyrir neðan sportið er frábært fyrir allan aldurshóp karlmen og kvenmenn og eins og sagt hér fyrir neðan sportið er svo ört stækkandi að það er brýn þörf á öðrum 18 holu velli til að dreifa álagi.

Frisbígolf hentar báðum kynjum á öllum aldri, allt frá börnum til ömmu og afa. Ekkert kostar að spila á völlunum og eini búnaðurinn er einn frisbídiskur sem kostar ekki mikið. Hægt er að spila allt árið.

Frabært sport og góður staður fyrir völl

Snilldar hugmynd og snilldar staður fyrir völl.

Mér finnst svo mikilvægt að varðveita þann frið og ró sem borgarbúar geta fundið í Öskjuhlíð. Frisbígolfi fylgir töluvert ónæði, fljúgandi diskar hafa lent á fólki og mikið mæðir á trjágróðri. Mér finnst því að við ættum að stíga varlega til jarðar í nýtingu Öskjuhlíðar. Þessi hugmynd hefur ókosti sem fólk hefur ekki spáð mikið í.

Þetta er sport sem hentar öllum aldri, kostar lítið að koma sér upp diskum og hefur verið í gríðarlegri sókn hér á landi. Tilvalið fyrir alla fjölskylduna; getur verið allt frá keppni yfir í göngutúr með markmið :)

Eina íþróttin sem fær innipúkana út

Frisbígolf er vaxandi íþrótt sem henter breiðum hópi iðkenda. Í Öskjuhlíðinni er möguleiki á að gera öðruvísi brautir en annars staðar þar sem trjákrónur og stofnar eru notaðar til að afmarka sumar brautir. Með því að stilla brautum á fáfarnari svæði er hægt að nýta Öskjuhlíðina betur og færa líf í þetta frábæra útivistarsvæði.

Þessi hugmynd var færð úr Hverfið mitt 2016 og hægt er að finna hana hér: https://hverfid-mitt-2016.betrireykjavik.is/post/7860

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information