Brú/undirgöng yfir/undir Suðurlandsbraut,

Brú/undirgöng yfir/undir Suðurlandsbraut,

Nauðsynlegt til að tengja saman hverfin á öruggan hátt. Mörg börn í hverfinu geta þá nýtt sér íþróttaaðstöðuna í Laugardalnum örugglega. Í ljósi þess að FRAM er að hætta með aðstöðu í hverfinu verður að finna lausn fyrir þau fjölmörgu börn sem verða án aðstöðu til íþróttaiðkunar. Mjög gott er að tengja þessi hverfi saman (enda eru þau skipulögð þannig) og gerir íbúðarbyggð á þessum stað mun heilnæmari.

Points

Umferðaröryggi fyrir börn og gangandi vegfarendur. Heilnæmari íbúðarbyggð. Leysi vandarmál um aðstoðu til íþróttaiðkunar fyrir börn þegar FRAM fer úr hverfinu. Þéttir íbúðarbyggð. Samnýting á útivistarsvæðum.

Hvenær var ákvörðun tekin um að íþróttaaðstaða sé að leggjast af í Safamýri? Tek undir nauðsyn þess að bæta samgöngur fyrir göngu- og hjólafólk yfir / undir Suðurlandsbraut. Íþróttaaðstaða er samt ekki að leggjast af í Safamýri. Verið getur að Fram sé að fara, vona þó ekki. En þótt Fram fari úr Safamýri minnkar ekki þörfin fyrir burðuga íþrótta- og æskulýðsstarfsemi á núverandi stað, fyrir ungt barnafólk sem kaupir sér framtíðarhúsnæði í Háaleitishverfi.

Þetta er bráðnauðsynlegt vegna þess að það er mjög hættulegt að fá sér að fara þarna yfir götuna.

Á þessu gatnamótum hefur aukist mjög mikið straumur ferðamanna sem er að ferðast gangandi frá fjölmörgum hótelum sem eru nálægt, niður Laugardalinn og í grasagarð eða húsdýragarð. Með þessari miklu aukningu aukast líkur á slysum.

Þessi hugmynd var færð úr Hverfið mitt 2016 og hægt er að finna hana hér: https://hverfid-mitt-2016.betrireykjavik.is/post/7741

Þessi gangbrautarljós eru hættuleg og stanslaus barátta á milli gangandi vegfaranda, sem eru að reyna að fara yfir götuna á mjög stuttu grænu ljósi, og bíla sem eru að beygja inn á Suðurlandsbraut á stutt grænu ljósi. Oft stoppar bílaröð sem er að beygja ekki þó það sé grænt gangbrautarljós.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information