Um Bústaðaveginn fara að minnsta kosti 20.000 bílar daglega
Sjaldan séð annað eins rugl, þarna fara daglega fleiri hundruð ef ekki þúsundir barna og ungmenna um, til að sækja skóla og íþróttir.
Takk Jóhanna. Þetta voru ekki rök, heldur bara komment. Það er ekki rétt að breikka Bústaðaveginn, hann er hættulegur eins og hann er. hinsvegar þarf eitthvað að gera, setja brýr, undirgöng, stokk...því það er ansi mikið af börnum báðu megin við hann.
það væri meiri skynsemi í því að leggja Bústaðaveg í stokk frekar en að gera hann að breiðstræti. Þarna fara 600 börn og unglingar yfir daglega til skóla og íþróttaiðkunar í Víkina. Grensásvegurinn var allt of mikil gata miðað við þá umferð sem fer um hann. En algjörlega sammála að það þarf að bæta umferðaröryggi gangandi yfir Bústaðaveg og er búið að berjast fyrir því í nokkur ár og er enn í gangi...
Á öllum hverfafundum borgarstjóra (flt.) árum saman hefur verið bent á að brýna nauðsyn beri til að smíða göngubrýr yfir Bústaðaveginn. Fjölmörg börn þurfa að fara yfir þessa götu daglega. GÖNGUBRÝR, TAKK. ÞAÐ VERÐUR AÐ BYRJA STRAX.
Þessi hugmynd var færð úr Hverfið mitt 2016 og hægt er að finna hana hér: https://hverfid-mitt-2016.betrireykjavik.is/post/8152
Ef mjókka þarf Grensásveginn vegna þess að það fara svo fáir bílar þar, þá ætti með sömu rökum að breikka Bústaðaveginn og gera nokkrar góðar göngubrýr yfir hann. Umferðin um hann eykst daglega og nú þegar sést að þrenging Grensásvegar veldur aukinni umferð um aðrar götur í nágrenninu. Reyndar er ekkert vit í að gera þetta, frekar en að þrengja Grensásveginn - er bara að sýna hve rökin með því eru asnaleg. En bæta þarf umferðaröryggi gangandi vegfarenda um Bústaðaveg!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation