Göngu- og hjólastígar

Göngu- og hjólastígar

Lagfæra þarf göngu og hjólastíga í hverfinu. Þá aðallega meðfram Hamrahverfi og fyrir neðan Foldahverfi. Þar eru stígarnir hvað verstir. Þeir eru orðnir mjög ójafnir sökum stórra steina sem ganga upp í gegnum þá ásamt því að þeir halla mjög mikið í aðra áttina með tilheyrandi álagi á fætur hlaupafólks. Þá má einnig breikka þá aðeins svo að hjólafólk geti mætt hvort öðru án þess að skapa slysahættu fyrir gangandi vegfarendur.

Points

Bæta aðstöðu þeirra sem hlaupa og hjóla um stíga hverfisins. Minnka slysahættu og álagsmeiðsl.

Þessi hugmynd var færð úr Hverfið mitt 2016 og hægt er að finna hana hér: https://hverfid-mitt-2016.betrireykjavik.is/post/7584

Ég legg til að göngustígur inn fyrir neðan Foldahverfi verði endurunninn, hann er mjög varhugaverðir hlaupurum og hefur það komið fyrir að fólk dettur vegna ójöfnu á stígnum. Þá finnst mér kominn tími á endurnýjun á trébekkjunum við trjálundinn. Þessir bekkir eru notaðir af hlaupafólki til að spjalla og teygja eftir hlaup.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information