Göngustíg kringum Rauðavatn og lýsingu

Göngustíg kringum Rauðavatn og lýsingu

Malbika göngustíg hringinn í kringum Rauðavatn og lýsingu og svo hægt sé að nota svæðið allt árið og alla tíma sólahrings. Það er ómögulegt að þurfa að ganga í hestaskít ef maður ætlar sér að labba hringinn og njóta svæðisins, einnig þyrfti líka að vera hægt að geta farið þarna seinnipart dags eða að kvöldi til yfir veturinn, því þú ferð ekki hringinn þegar farið er að rökkva. Við eigum þetta flotta svæði sem hægt væri að nýta miki betur hvort sem er sumar eða vetur

Points

Gott að sleppa lýsing út um allt. Eru menn ekki að sækjast eftir upplífun í náttúrunni, mikið til? Ef sett verði lýsingu samt, vona ég að gerð verði málamiðlun. Frekar góð, lág ljós sem ekki valda glýju né mikla ljósmengun. Ef kostnaður er hærri, þá bara setja upp í áföngum.

Það er ómögulegt að þurfa að ganga í hestaskít ef maður ætlar sér að labba hringinn og njóta svæðisins, einnig þyrfti líka að vera hægt að geta farið þarna seinnipart dags eða að kvöldi til yfir veturinn, því þú ferð ekki hringinn þegar farið er að rökkva. Við eigum þetta flotta svæði sem hægt væri að nýta miki betur hvort sem er sumar eða vetur

Þessi hugmynd var færð úr Hverfið mitt 2016 og hægt er að finna hana hér: https://hverfid-mitt-2016.betrireykjavik.is/post/7018

Það væri strax betra ef stígurinn yrði jafnaður og fyllt í holurnar þannig að pollum fækki. Sé ekki ástæðu til að lýsa eða malbika, gott að geta gengið einhversstaðar á möl

Það er fullt af gönguleiðium á þessu svæði sem liggja ekki á reiðvegunum. Lýsing á þessu svæði getur ekki talist forgangsmál og margt annað gáfulegra hægt að gera við peningana. Þetta bætir t.d. ekki samgöngur. Lýsing frá götunni dugar fyrir stiginn sem þjónar þeim tilgangi. Ef fólk hegur áhuga á kvöldgöngum á veturnar eru til höfuðljós sem hennta vel til verksins

Það er klárlega hægt að gera betur þarna. Best væri að hafa aðskila göngu og hjólastíga í kringum vatnið.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information