Táknmálskennsla í öllum skólum

Táknmálskennsla í öllum skólum

Táknmálskennsla í öllum skólum

Points

Það myndi fullnægja þörfum mínum ef táknmál væri kennt öllum.

Það ætti að vera skylda fyrir öll börn í grunnskólum landsins að læra táknmál. Það eru einstaklingar í samfélaginu sem eru heyrnalausir eða heyrnaskertir og þeir ættu að fá sín réttindi líka. Hver er munurinn á að kenna ensku, dönsku eða táknmál. Þetta myndi auðvelda mörgum samskipti í samfélaginu og eflaust létta líf margra í framtíðinni.

Félagsleg einangrun er óþarfi fyrir þennan hóp og svo lítið mál að laga og bæta þar með lífskjör þeirra sem heyra illa eða alls ekki.

Þeir sem þurfa að nota íslenskt táknmál eru líka að tala íslensku og er því hluti af okkar tungu. Það lokar ekki bara á þá einstaklinga sem ekki geta tjáð sig á annan hátt, heldur líka fyrir okkur hin sem skiljum ekki þann einstakling. Það er heyrnalaust fólk allt í kringum okkur sem bæði þurfa að tjá sig og við hin þurfum og viljum skilja.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information