Laugavegur verði gerður að göngugötu milli jóla og nýárs svo hægt sé að upplifa góða jólastemmingu og rölta um þessa einu alvöru verslunargötu Reykjavíkur. Lokað verður á sömu stöðum og lokað er yfir sumartímann. Skólavörustígurinn verði líka lokaður.
Hægt verður að rölta upp og niður laugaveginn án þess að fá útblástur beint fram í þig. Ekki þarf að troðast vegna plássleysi og hægt sé að njóta þessra fallegu götu án bílaumferðar.
Ég mæli með að Laugavegurinn sé lokaður í desember , alla vega frá hádegi og til tíu um kvöldið. Myndi bara auka verslun og fólk færi á veitingarstaði.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation