Lýsing á stíg suður af Laugardalsvöll

Lýsing á stíg suður af Laugardalsvöll

Það er lýsing meðfram breiða stígnum, Þvottalaugavegi alla leið að Ying-Yang hringtorginu, en engin ljós meðfram þessum stíg suður af Laugardalsvöll. Þar þyrfti að setja niður að minnstu kost tvo ljósastaura, kannski fleiri. Ef skoðuð er "Götulýsing" í Borgarvefsjá undir Götur og stígar sést þetta vel.

Points

Það er nokkuð dimmt þarna, þegar flóðlýsingin á Laugardalsvelli er ekki notuð. Og fyrst afganginn af stígnum er nokkuð þétt setin ljósastaurum skýtur skökku við að þarna er dimmt. Þar sem nokkur stígamót eru og einnig komið að bílastæðum og vegum tengd þeim. Lýsing myndi bæta umferðaröryggi og öryggistilfinningu. Erfitt er að sjá fyrir sér að ljósastaurar þarna mundu trufla, en almennt er gott að passa að ljósastaurar beini ljósið niður frekar en mikið út fyrir stíginn/veginn.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information