HJÓLABRETTAVÖLLUR VIÐ ÁNANAUST.

HJÓLABRETTAVÖLLUR VIÐ ÁNANAUST.

Það er mikil þörf fyrir hjólbrettavöll í Vesturbænum. Það er mikill fjöldi ungmenna sem stundar hjólabretti. Hefur sá fjöldi farið vaxandi og litlar líkur að sú þróun breytist hér frekar en í örðum löndum. Keppt verður á hjólabretti á næstu Ólympíuleikum. Ekki er raunsætt að reyna að bæla vinsældir þeirra niður. Börn og unglingar stunda brettaíþróttina á torgum og út á götum þar sem þau geta. Leggjum við til að það verði gerður steyptur völlur við Ánanaust.

Points

Það er glapræði að grafa hjólabrettapytt í Vesturbænum. Honum munu fylgja ýmis vandræði, t.a.m. graff (krot) á/í pyttinum og mannvirki í kring, annar sóðaskapur, aukin umferð unglinga á kraftmiklum bílum sem gert hafa vestubæingum lífið leitt á öllum árstímum og slysahætta. Vart er við því að búast að við pytt þennan verði varsla daga og nætur. Jafnframt hafa pyttir á borð við þennan laðað til sín ýmsan óþjóðalýð í borgum erlendis og síst ástæða til að ætla að því verði annan veg farið hér.

frábær hugmynd !! löngu komin tími til að Reykjavík axli ábyrgð á þessum ört vaxandi hópi af börnum og unglingum sem allt of lengi hafa þurft að ástunda sína íþrótt við óviðunandi aðstæður.

Okkur í Íbúasamtökum Vesturbæjar finnst þrjú svæði við Ánanaust vera mjög álitleg. Það er vegna þess að þaðan er stutt inn í íbúðabyggð án þess að völlurinn sé of nálægt íbúðum. Þar er alls konar þjónusta sem nýtist vel eins hjólabúðir og matvörubúðir. Þar næst að gera jafn stóran völl og inn í Laugardal. Bæta þarf samgöngur fyrir gangandi og hjólandi yfir Ánanaustin. Við leggjum til að völlurinn verði steyptur og niðurgrafinn (gryfjur), varinn með gröðri og stöllum. Vel aðlagaður að umhvefi.

Þetta verður að fara gerast þviiiii okkur vantar allmennilegan garð þar sem við ráðum lika sjalfir hvernig hann er ....ekki bara ehh einn gæiiii ... ♡♡♡♡♡♡♡♡ friður og ást

Löngu orðið tímabært að fara í þessa framkvæmd.

Hjólabrettaíþróttin hefur verið stunduð af miklum móð um árabil og nú hafa bæst fleiri við s.b. Hlaupahjól og BMX. Það þarf að fara að gefa þessu fólki almennilega aðstöðu til að æfa sig og halda keppnir svo eitthvað sé nefnt, því það er heilmikið líf í kringum þessi sport .

11 ára sonur okkar lifir fyrir hjólabrettaiðkun og get ég því vottað að þetta er uppbyggileg og styrkjandi íþrótt sem þarfnast einmitt meiri athygli. Þetta er einstaklingsíþrótt sem styrkir sjálfstraustið því hver getur unnið útfrá sinni getu. Samtímis er þetta mikið hópefli því félagsskapurinn stendur þétt saman og það myndast flott hvatningakerfi og blandaður aldur blómstrar saman. Borgin hefur því miður ekki sinnt þessum hópi mikið hingað til. Ánanaust er tilvalin!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information