Ætigarður í Reykjavík

Ætigarður í Reykjavík

Óskað er eftir að borgin úthluti landskika til að byggja upp ætigarð. Í vetur/vor mun verða haldið verklegt vistræktarnámskeið. Þar verður farið yfir grundvallarhugmyndir vistræktar og hvernig megi byggja upp góðan ætigarð í þéttbýli. Óskandi væri að fá lítinn landskika (þarf ekki að vera stærri en 20 fm) sem þátttakendur námskeiðsins geta nýtt. Ætigarðurinn getur svo þjónað sem gómsætur sýningargarður fyrir borgarbúa. Þar verður sýnt hvað hægt er að gera sér mikinn mat úr litlu svæði.

Points

Reykjavík býr að fjölmörgum blettum sem nýta mætti betur, við nefnum sem dæmi Miklatún, garðinn kringum Kaþólsku kirkjuna og Hljómskálagarðinn sem og þau fjölmörgu minni torg sem hægt væri að nýta sem ætigarð. Við bjóðum borginni vinnandi hendur og fjölmargar plöntur sem hægt er að gæða sér á um ókomin ár, ef hún er svo væn að ljá okkur örlítinn blett til handa þessu frábæru aðferðarfræði. Nánar um vistrækt: http://permacultureprinciples.com/

Það er töluvert stórt ,autt svæði við gömlu Verkamanna-blokkirnar við Stigahlíð- þ.e. á milli Stigahliðar og Grænuhliðar- Þetta svæði tilheyrir kanski Stigahliðarhúsunum- í gamla daga var gert ráð fyrir bílskúrum þarna- sem aldrei varð af- Svæðið er í mikilli órækt og er fyrir utan hefðbundna garða Stigahlíðar blokkana. Þarna væri gaman að sjá borð og bekki. Breyta óræktinni í vistvænt hverfi fyrir börn og fullorðna til ræktunar-

Vistmenningarlögmálin eru: 1. fylgjast með og hafa samskipti; 2. grípa og geyma orku; 3. nýta uppskeruna; 4. beita virðingu og samþykkja viðbrögð; 5. nýta og meta endurnýjanlegar auðlindir og þjónustu; 6. framleiða engan úrgang; 7. hanna frá mynstri til smáatriða; 8. samþætta í stað þess að skilja að; 9. nýta smáar og hægfara lausnir; 10. nýta og meta fjölbreytni; 11. nýta brúnir og meta það sem er á jaðrinum; og 12. bregðast við breytingum á skapandi máta.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information