Hindra umferð milli Bláhamra og Dyrhamra.

Hindra umferð milli Bláhamra og Dyrhamra.

Borið hefur á því að fólk sem ætlar akandi í Dyrhamra stytti sér leið í gegnum Bláhamra og keyri yfir kantstein, grasbala og gangstétt. Það þarf að koma einhverjum hindrunum fyrir til dæmis stórum steinum, runnum eða grindverki. Þetta veldur skemmdum, hættu og óþægindum.

Points

Bláhamrar er botngata og hinum megin eru Dyrhamrar þar sem auk annars er leikskóli. Fólk virðist ekki geta keyrt þennan stutta spotta og velur að aka inn Bláhamrana yfir kantstein, gras og gangstétt. Hér eru börn að leik, þetta er hættulegt og veldur skemmdum á eign borgarinnar. Það kostar lítið að koma þessu í gott horf og langar mig að hvetja þá sem hafa eitthvað um þetta að segja að hjálpa okkur við að stoppa þennan fáránlega, óþarfa og ólöglega akstur.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information