Útivistarskógrækt í stað grasræktar á opnum svæðum

Útivistarskógrækt í stað grasræktar á opnum svæðum

Útivistarskógrækt í stað grasræktar á opnum svæðum

Points

Betri Reykjavík!

Skjól allsstaðar, fyrir alla

Skjól fyrir alla

Á opnum svæðum borgarinnar er mjög kostnaðarsöm túnrækt, það þarf að slá grasið reglulega og bera einhvern áburð á það, svo það líti sæmilega út. Með því að planta ýmsum trjátegundum, með amk 4-6m millibili, myndi með tíð og tíma vaxa bjart og sjálfbært (að mestu) skóglendi. Helst þyrfti að nota um 50- 150 cm háar plöntur, svokallaðar beðplöntur. Í stað grassins, mun vaxa meira af blómplöntum, gæti jafnvel leitt til minna frjós í umhverfinu. Skóglendi á að vera "normið", ekki túnrækt.

Ég er þeirra skoðunar að menn eiga ekki að sá grasi sem ætla sér ekki að hirða um það. Síðan slátturdeild Reykjavíkur hætti og verktakar tóku við slættinum haf túnin verið til skammar alstaðar nema niður í bæ. Ég sé ekki alveg tilganginn að hafa einhverja barrskóga í borginni þeir nýtast ekki nema sem skjól fyrir tún svæði. Hitt er annað að eitthvað þarf að breytast.

Líka efiðara að leggja bílum á trjáreitin en á grasbletti!

Trén á Klambratúni og Hljómskálagarði skipta sköpum fyrir afnot garðanna. Þau stuðla beint að útivist. Meira af því.

Fyrir mörgum árum ca.30 þá voru teknar upp aspir sem höfðu verið gróðursettar í kringum Kleppspítalann og voru fyrir Eimskipssvæðinu og þær færðar inn á eyjuna á miklubrautinni. Fyrst um sinn var vegna þekkingarleysis slegið í kringum þær með besínorfum og dó slatti af þeim en hugmyndin lifði og þetta er flott skjól. Mér finnst þessi kjarrækt hjá þér áhugaverð. Vissulega þyrfti þetta að vera einhverskonar kjarr sem þyrfti ekki að klippa í sífellu. Kanski er þetta vetvangur til að fá loðvíði og einhverja burkna inn í myndina. Eitt er víst að þaðer þess virði að prófa. Atriði nr. 1 er að endurvekja metnað fyrir Útliti umefrðareyja Ég sló þessar eyjar hér á síðustu öld og mér sárnar að sjá þær í niðurníðslu.

Skjól fyrir alla

Já, með almennu skjóli, væri hægt að nýta mun stærra svæði til útvistar, göngur, skokk, hlaup, hjólreiðar osfrv. yrðu allt mun betri kostir. Þessi framkvæmd myndi semsagt styðja við græna umferðarmenningu :)

Já, ekki veitir af :)

Ég er að tala um blöndu af hinum ýmsu tegundum af lauftrjám og barrtrjám, sem mun með tíð og tíma, verða alvöru skógur, til útivistar og skjóls fyrir byggðina. Plantað yrði í flest allt graslendi, sem hefur engan skilgreindan tilgang. Þessi framkvæmd myndi minnka sinumyndun í borgarlandinu, og þarmeð skapa meira öryggi.

Frábær hugmynd. Fallegra og skemmtilegra að hafa fleiri tré hér í Reykjavík!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information