Rónabekkinn burt er blasir við Austurstræti vestanmegin

Rónabekkinn burt er blasir við Austurstræti vestanmegin

Points

Þegar bekkurinn er farinn er annar vandi óleystur. Hlöllabátabyggingin skyggir á Geysishúsið (með Upplýsingamiðstöð ferðamanna), Fálkahúsið, Zimsenhúsið og annað fallegt í vestur og norður frá Ingólfstorgi.

Ímyndaðu þér að þú sért ferðamaður í leit að Upplýsingamiðstöð ferðamanna. Þér hafi verið sagt að ganga Austurstrætið á enda í vesturátt að Ingólfstorgi. Hvað blasir þá við þér? Jú. Bekkur með glaðbeittum rónum sem slá þig um aur. Þarna er nefnilega kjörsvæði til að góma ferðamenn og stutt að fara í ríkið. Ég veit að borgin er að leysa vanda útigangsmanna á margvíslegan hátt, en mikið væri skemmtilegra fyrir ferðamannaborgina ef þeir hefðust við annars staðar. (frh)

Held að það leysi ekkert að fela vandamálið og færa rónana annað. Þetta er frjálst fólk sem má sitja þar sem það vill hvort sem manni líkar betur eða verr.

Útigangsfólk er ekki annars flokks og við eigum ekki að skammast okkur fyrir það. Ef ferðamönnum líður illa yfir að sjá róna þá er það þeirra vandamál.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information