Hreinsa betur snjó og vanda söndun. Sópa upp sand þegar er þurrkur.

Hreinsa betur snjó og vanda söndun. Sópa upp sand þegar er þurrkur.

Þeir sem taka að sér að ryðja gang- og hjólastíga þegar snjóar þurfa að vanda sig betur. Títt er að ruðningar séu skildir eftir við enda stíga og að sandi sé ekki dreift jafnt heldur í hrúgum. þegar hlánað hefur og gerir þurrt veður er sandurinn lausi á stígunum orðinn slysagildra. Þess vegna á að sópa hann við fyrsta tækifæri þegar er þurrkur.

Points

Gaman væri ef hægt væri að Úlfarsá væri látin mynda dálítið tjörn þar sem hún rennur fyrir neðan núverandi leikskóla í suðurhlíðum Úlfarsfells. Það hefur þegar myndast þarna tjörn en hún mætti gjarnan stækka til mikilla muna. Þá mætti gera þarna skrúðgarð er væri beggja megin árinnar með snoturri göngubrú í milli. Framkvæmt sem gæti stuðlað að meiri sameingu fólksins í hverfinu

Í vetur hafa hjólastígar sem eru aðeins ætlaðir hjólandi, t.d. við Suðurlandsbraut verið mikið sandaðir (á meðan stígurinn fyrir gangandi var lítið sandaður), þessu mætti snúa við. Best væri ef að hjólastígurinn væri ekkert sandaður, en göngustígurinn frekar sandaður. Sandur er mjög slæmur fyrir hjólreiðar og beinlínis hættulegur þegar hlánar og hann situr eftir laus á stígunum.

Það eru miklar líkur á þvi að maður renni til og detti ef þarf að bremsa snögglega á sandi sem er þurr á hjólastíg. Hlauparar geta runnið til á sandinum og slasað sig.

7.1.2014: Hugmynd flutt úr flokknum "ferðamál" í flokkinn "samgöngur". Við bendum einnig á að ábendingum af þessu tagi er best að koma til skila í gegnum ábendingagáttina Borgarlandið: http://reykjavik.is/thjonusta/abendingar-til-borgarinnar

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information