Betri ruslatunnur fyrir dósasafnara.

Betri ruslatunnur fyrir dósasafnara.

Breyting á ruslatunnum borgarinnar til þess að auðvelda dósasöfnurum að sinna sinni söfnun og til þess að gera hana öruggari. Víða erlendis eru littlar einingar festar á ruslatunnur til þess eins að hægt sé að setja í þær dósir eða flöskur til endurvinnslu. Þetta er gert til þess að auðvelda þeim sem stunda það að safna dósum og flöskum sín verk. Þegar ég sé fólk vera að gramsa í þessum tunnum þá hugsa ég með mér "hvað ef það eru nálar í tunnuni", þessi breyting gæti mögulega gert töluvert gagn.

Points

"Instead of thinking of these people as poor or homeless, we think of them as environmental workers who do an important job." - Michael Lodberg Olsen, maðurinn sem fann upp á dósahillunum sem eru á þúsundum ruslatunna í Kaupmannahöfn og víðar. T Tek undir þessi orð, auðveldum fólki að sinna þessu starfi, sem mörg þeirra reiða sig á fyrir lífsafkomu.

Allt sem gerir þessu fólki auðveldara að minnka ruslið á götunum er til bóta.

Já svo getur verið að eitthvað af því góða fólki sem þetta stundar sé með einhver stoðkerfisvandamál og þá er nú betra fyrir það að þurfa ekkert of mikið að gramsa og beygja sig. Ég held reyndar að það væri æskilegra ef það yrðu hannaðar einingar ofan á ruslatunnurnar í stað þess að einingar yrðu festar á hliðar þeirra eins og sést á myndinni. Ástæðan fyrir því er sú að fólk er töluvert að fá sér í glas niðri í bæ og ef það væru settar einingar á hliðar ruslatunna þá væri fólk að rekasigíþær.

1. Myndi gera dósasöfnun auðveldari. 2. Myndi draga úr heilbrigðistengdri áhættu við hana. 3. Myndi mögulega gera hana skemmtilegri fyrir þá sem hana stunda. 4. Gæti aukið endurvinnslu. 5. Vel þekkt erlendis meðal annars í Kaupmannahöfn og Gautaborg. 6. Gæti leitt til aukins hreinlætis, þ.e að fólk setji dósirnar frekar í aukakörfu tunnunar í stað þess að setja hana á götuna.

Lágmark að hafa við hverja stoppistöð

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information