æfingasvæði fyrir bogfimi

æfingasvæði fyrir bogfimi

það vantar útisvæði þar sem hægt er að æfa bogfimi, íþróttin er orðin gífurlega vinsæl og stunda hundruð manna hana reglulega á höfuðborgarsvæðinu. svæðið þarf að vera lágmark 80m að lengd en breiddin getur verið frá 10-40m eða meira, svæðið þarf að vera lárétt, td. fótboltavöllur sem er ekki lengur í notkun eða sambærilegt svæði með grasi þannig að örvar skemmist ekki, svæðið þarf að vera afgirt með innngangi í öðrum endanum. Fossvogurinn, Laugardalurinn eða Breiðholtið væru heppilegustu svæðin

Points

bogfimi er íþrótt innan ISI en hefur enn ekki fengið úthlutað æfingarsvæði utanhúss. Bogfimisetrið í Kópavogi er fyrsta innanhús æfingasvæði fyrir bogfimi þar sem almenningur hefur aðgang og er opið alla daga en þar er ekki úti aðstaða, nokkrir íslendingar munu fara á heimsmeistaramót í bogfimi á næsta ári, en eins og staðan e núna geta þeir aðeins tekið þátt í innigreinum vegna skorts á aðstöðu. nóg er af æfingavöllum fyrir fótbolta um alla borg, því ekki að hafa svæði fyrir bogfimi líka ?

Útisvæði fyrir bogfimi myndi auka verulega möguleika íþróttafólks til þess að geta stundað æfingar á lengri fjarlægðum til þess að auka reynslu þar sem erlendis er keppt á allskonar vegalengdum. Margir hópar gætu notað aðstöðuna. Sem dæmi eru víkingar eins og einherjar þjóðlegur hluti sem stunda líka bogfimi og ferðast erlendis og væri ekki verra ef þeir hefðu svæði til æfinga. Einnig er hægt að segja að þetta sé enn ein hugmynd um fjölbreytni í afþreyingu fyrir unga se aldna.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information