Sparkvöll við Vogaskóla

Sparkvöll við Vogaskóla

Sparkvöll við Vogaskóla Vogaskóli er einn af fáum skólum í Rvík sem ekki hafa sparkvöll. Nóg pláss er fyrir völlinn bæði á sama stað sem eldri fótboltavöllur er í dag sem og fyrir aftan skólann sjálfan. Mikil vöntun er á almenninlegum velli fyrir börnin í hverfinu.

Points

Flestir aðrir skólar í Reykjavík hafa sparkvöll. Ég tel það myndi auka til muna að börnin væru að leika sér á vellinum í stað malbikaða illa upplýsta vallarins sem þarna er í dag. Auk þess sem hávaðinn frá vellinum myndi minnka þar sem undirlagið á sparkvöllum er mýkra Einnig mætti skoða að færa völlinn afturfyrir skólann þar sem minna ónæði yrði af honum fyrir nágranna skólans.

Mjög margir aðrir skólar hafa sparkvöll og hann hvetur unglingana til útivistar.

Það vantar algjörlega sparkvöll við Vogaskóla. Það er ekki eins spennandi að leika á malbikuðum velli og það er of langt fyrir börnin í yngstu bekkjunum að fara sjálf út í Langholtsskóla í fótbolta, þau minn strákur í 2. bekk sé farinn að láta sig hafa það. Ég held að það séu mjög fáir skólar á landinu sem ekki hafa sparkvöll á skólalóð eða í næsta nágreni

Hugmyndin var færð úr flokknum "menntamál" í flokkinn "framkvæmdir" af verkefnastjóra.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information