Nýta Sundlaugatún við Vesturbæjarlaug enn betur til útivistar sem grænt svæði.

Nýta Sundlaugatún við Vesturbæjarlaug enn betur til útivistar sem grænt svæði.

Að auka aðgengi að einu af fáum grænu svæðum í Vesturbæ með því að fjarlægja girðingu umhverfis Sundlaugatúni og nýta svæðið mun betur sem fjölskyldu- og útivistarsvæði, vetur og sumar. Aukið úrval leiktækja, grillaðstaða með borðbekkjum. Útfærsla má gjarnan fara í samkeppni meðal Reykvíkinga.

Points

Að undanskilinni Ægisíðu eru fáir grænir blettir eftir í Vesturbæ. Sundlaugatúnið er vel afmarkað á alla vegu í hjarta Vesturbæjar. Túnið er í dag einungis nýtt að hluta en getur fengið þann sess sem því var ætlað í upphafi. Með því að fjarlægja girðingu og gera það þannig aðgengilegt til viðbótar auknu úrvali leiktækja mun notkun svæðisins aukast til muna. Tengingin við laugina sökum staðsetningar er jafnframt augljós og nýtist þannig gestum hennar í frítíma sínum og til frekari útivistar.

Hér eru myndir af Sundlaugatúni sem sýna hversu afgirt svæðið er og hversu lítil nýting þess er að fráskildu norðanhlið laugarinnar þar sem að leiktækin voru tilgölulega nýlega sett upp. Myndir segja meira en þúsund orð.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information