Færanlegur kaffistandur í Grafarholtið yfir sumarið

Færanlegur kaffistandur í Grafarholtið yfir sumarið

Fyrir fólk til að nýta sér á leið í vinnu eða til að hittast á yfir daginn þegar það er t.d. í sumarfríi. Kaffivagninn við skóla/leikskóla hvetur fólk að ganga með börnin í leikskólann, ná sér í kaffi og hugsanlega taka svo strætó í vinnuna. Fyrir fólk í fríi væri gaman að koma við og ná sér í bolla fyrir/eftir göngutúr og/eða til að mæla sér mót við aðra. Þegar gott veður er úti væri gaman að hafa nokkra stóla og borð fyrir fólk til að setjast. Standurinn gæti færst um hverfið.

Points

•Skapar hverfastemningu, þ.e. að hafa stað til að hittast á innan hverfis •Skapar sumarstörf •Nýta tækifærið og hvetja fólk til að ná sér í kaffi og taka strætó í vinnuna •Hægt að láta hluta af kaffinu renna til félagsmála í hverfinu (er með skemmtilega hugmynd um útfærslu á því) •Verður að vera alvöru kaffi (ekki ýta á takka í vél). •Færanlegur standur gæti verið á sitthvorum staðnum viku í senn, til að ná til sem flestra. •Kaffifíklar verða glaðir ;)

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information