Öryggisbelti í strætisvagna innanbæjar

Öryggisbelti í strætisvagna innanbæjar

Öryggisbelti í strætisvagna innanbæjar

Points

Það er eitt sem Strætó bs. ætti að gera til að auka öryggi farþega og það er að setja öryggisbelti í alla innanbæjarvagna. Farþegar geta stórslasast, ef vagnar lenda í áreskstri og þess vegna finnst mér það vanvirðing hjá Strætó gagnvart farþegum að huga ekki að öryggi farþega með því að sleppa öryggisbeltum. Ég legg til að sett verði öryggisbelti í alla innanbæjarvagna og það sem allra fyrst. Verum bjartsýn og verðum fyrsta borgin með innanbæjarvögnum, sem munu hafa öryggisbelti.

Aukum öryggi viðskiptavina Strætó bs.

Mig langar að benda á er varðar rök lolo að þegar kennarar koma með allt að 20 börn í strætó þá geta þeir ekki verið að bisast í sjálfsala á ferð eða borið með sér 20 belti fyrir börnin! Ég efast um að belti séu skemmd frekar en annað í strætó. Við skulum a.m.k. ekki láta það hindra öryggisventla eins og beltin.

Í Stokkhólmi eru allir strætisvagnar með belti. Það heyrir þó til algjörrar undantekningar að nokkur noti þau.

Er það okkur að kenna að enginn notar bílbeltin í strætisvögnum í Stokkhólmi? Ég meina, common, er enginn heima? Við vitum öll að öryggisbelti eru alveg til gagns. Ég nota alltaf öryggisbelti þegar ég ferðast í fólksbíl. Það er bara ekki mér að kenna að aðrir noti ekki belti. Það er bara þeim sjálfum að kenna sem nota ekki bílbelti. Þeir geta kennt sjálfum sér um hvernig fyrir þeim kemur, ekki mér.

gæti kostað mikið og tapast fljótt , það gæti verið betra að hafa bara festingar fyrir belti sem hver sem vill getur svo komið með með sér og stungið í samband eða leigt úr sjálfsala. endurgreitt ef skilað heilum. nú þegar er hægt að koma með belti einhverskonar sem maður þarf að hanna sjálfur og binda sig fastan við stólinn, ef það er leyfilegt .

Það hefur komið fyrir að leikskólabörn hafa kippst úr sætum við skarpa beygju og þegar vagninn hefur hemlað snöggt. Sum börn eiga erfitt með að sitja kyrr nema í belti. Það að geta valið að vera í belti eykur öryggi og minnkar slysahættu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information