Losna við mafinn af tjörninni

Losna við mafinn af tjörninni

Losna við mafinn af tjörninni

Points

Jú það er rétt þ.e. að það var lítill sem engin máfur á tjörninni hér áður fyrr. Persónulega held ég að þetta sé vegna skorts á sandsíli, það hefur verið talað mikið um það. Því fæ ég ekki séð að skoða orsökina skili neinu sérstökum upplýsingum. Orsökin ætti a vera öllum ljós þ.e. þeir eru svangir.

Hugmyndin er að losna við máfinn af Tjörninni með því að nota náttúruleg árásarhljóð úr máf og/eða öðrum dýrum/fuglum til að fæla hann í burtu. Setja upp einn hátalara á hvert horn Tjarnarinnar sem spilar með relulegu millibili flóttaköll máfs og/eða köll rándýra sem eru náttúrulegir óvinir máfsins. Nota má skynjara til að stýra afspilun. Samskonar aðferð hefur berið beitt á Ítalíu vegna milljóna starra sem skilja eftir sig drit í tonnavís á hverri nóttu í borgum.

Lagaði titil

Lagaði málfræðivillu

Ég held að það þurfi að skoða orsök þess að máfurinn sækir svona í Tjörnina og hvers vegna minna er af honum þegar álftirnar eru til staðar. Mér skilst að þegar ég var yngri og máfurinn varla sást við tjörnina þá hafi hann sótt í slor og annan úrgang frá matvælafyrirtækjum. Í dag sé hins vegar þannig gengið frá úrgangi matvælafyrirtækja að máfurinn komist ekki í hann.

Mér finnst að við ættum að losa okkur við máfinn á tjörninni. Ég hef stundum, en ekki oft, farið og gefið öndunum brauð. En þessir máfar eru svo sólgnir í brauð að þeir verða frekir og reyna hvað eftir annað að éta brauðið frá hinum öndunum. oftast hefur það komið fyrir að máfurinn nái að éta brauðið áður en hinar endurnar gætu nært sig á brauðinu og náð að uppfylla sínar líffræðilegu þarfir á þann hátt. Ég fer því fram á það að við losum okkur við máfinn af tjörninni.

Að skjóta mávinn virkar ekki. Það er búið að reyna það. Hætta matargjöfum á meðan andarungar komast á legg leysir þetta. Einnig eins og ein hugmynd sem kom hingað inn með sef við tjarnarbakkann og þá getur öndin farið með ungana þangað á meðan læti eru í mávum í kring.

Það væri ekki svo vitlaust að leyfa aftur skotveiði á mávum á höfuðborgarsvæðinu. Þeim hefur stórfjölgað síðan það var bannað í kjölfar sveitarfélagssameiningar fyrir nokkrum árum. Sjá http://www.visir.is/skjota-7.000-mava-ar-hvert/article/2005508310385

Er ekki málið bara að fæða ekki máfinn? Hann er eins og hver önnur dýr, mætir þangað sem maturinn er.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information