Leynigarðurinn - staður fyrir fjölskylduna

Leynigarðurinn - staður fyrir fjölskylduna

Leynigarðurinn er fjölskylduhús, þar sem að fjölskyldur geta átt skapandi gæðastundir og styrkt tengsl sín. Þetta verður staður sem býður uppá nánd, leik lærdóm og hlátur. Í Leynigarðinum verður ævintýralegt umhverfi þar sem allri fjöslkyldunni gefst tækifæri á að njóta tíma saman í fjölbreyttum leik og vísindum. Nýlega fengum við styrk frá Velferðarráðuneytinu til þess að leggja lokahönd á viðskiptaáætlun. Óskað er eftir samvinnu við Reykjavíkurborg með húsnæði eða aðstöðu fyrir Leynigarðinn.

Points

Við, og aðrar barnafjölskyldur í kringum okkur, finnum fyrir því að það vantar fjölbreyttari tækifæri fyrir foreldra með ung börn til þess að eiga gæðastundir saman. Stað í borginni sem hlúir að þörfum bæði barna og fullorðinna. Þar sem fjölskyldur geta átt gæðastundir við listsköpun, tilraunir og leik bæði innan- og utandyra.

finna nýjar og skemmtilegar leiðir fyrir fjölskyldur að komast út úr húsum sínum og leika sér og vinna saman. styrkja tengingar þeirra við hvert annað, aðrar fjölskyldur og samfélagið... Fjölskyldu félagsmiðstöðvar er frábær hugmynd

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information