Að börn sem eru á leið í skóla á morgnana fái frítt í strætó.

Að börn sem eru á leið í skóla á morgnana fái frítt í strætó.

Vegna sameiningu Hamra- og Húsaskóla í Foldaskóla þurfa börn stundum að ganga langt í ýmsum veðrum og færð væri gott að þau fengju frítt í strætó innan Grafarvogs, jafnvel bara fyrstu ferðina að morgni.

Points

Þar sem Reykjavíkurborg sameinaði skólana þá þurfa sum börn að ganga langt í skólann í misjafnri færð. Foreldrar hafa keyrt sín börn í skólann og myndast því mikil umferðartöf á Fjallkonuveginum, sem er til baga þar sem umferðin er mikil fyrir. Foreldrar freistast til að brjóta umferðarlög og hefur lögregla verið kölluð til að stýra umferð, eða Foreldrafélagið. Því væri það til mikilla bóta ef börn fengju frítt í strætó á morgnana því að margir hafa ekki efni á að kaupa strætókort fyrir veturinn.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information