Reyklaus strætóskýli

Reyklaus strætóskýli

Reyklaus strætóskýli

Points

Ég tek sjálf mjög mikið strætó, og í sumar tók ég eftir auglýsingum í strætó sem sögðu hann vera grænan og umhverfisvænan ferðamáta. Samt virðist svo vera að ekki sé hægt að standa í strætóskýli án þess að einhver þar sé að reykja oní mann. Það finnst mér persónulega ekki sérlega umhverfisvænt. Trekk í trekk í sumar og í haust sat ég í strætóskýli, kasólétt þegar næsti maður/unglingur / kona kveikir sér í þessu drápstæki og reyndi þannig að draga mig og ófætt barnið mitt með sér í sorann.

þarf þá smá aukaskýli fyrir hina við endann , eða báða , eða bara milivegg í skýlið, og hólf með loftsogi til að láta reykinn fara í.í handar og andlitshæð

það getur alveg eins verið bannað að reykja inní strætóskýlum eins og oft er bannað að reykja á lóðum vinnustaða eða fyrirtækja. Setja reykingar bannaðar á strætóskýlin. Svo er hins vegar spurning hve margir reykingamenn fari eftir því.

Á meðan það er ekki ólöglegt að reykja úti í guðsgrænni náttúrunni, þá er ég hræddur um að það sé aldrei hægt að banna fólki að reykja í skýlunum. Þetta er hrikalega pirrandi, og að mínu mati hreinn dónaskapur í reykingafólkinu að taka alls ekkert tillit til fólksins í kringum sig, en á móti kemur að af hverju ætti það fólk að þurfa að standa úti í rigningunni til að reykja bara af því það er svona fatlað? :)

Strætóskýli eru ekki hluti af náttúrunni heldur manngerðir samkomustaðir, þó þau séu ekki veigamikil og samkomurnar eigi ekki að vera langar. Því er fyllilega eðlilegt að reykingar séu bannaðar þar rétt eins og á veitingahúsum og ýmsum opinberum stöðum.

Miðað við núrverandi reglur varðandi reykingar þá held ég að það liggji alveg ljóst fyrir að reykingar eru bannaðar í strætóskýlum. Einfaldlega setja upp merki til að árétta það gagnvart þeim sem að reykja. Enda óhæfa þar sem börn og unglingar standa og bíða eftir strætó að eh fullorðnir einstaklingar séu að púa yfir þau. Svei svoleiðis fólki!

Já það væri ekkert mál að setja upp skilti í strætóskýlum. Einfaldast væri kannski að við færum bara að gera það sjálf í stað þess að bíða eftir að það verði gert fyrir okkur.

Ídealt væri að það þyrfti ekki að setja skilti, vegna þess að þetta ætti einmitt að vera spurning um almenna kurteisi. Þegar einhver kemur inn í strætóskýli þar sem ég bíð ásamt 8 ára syni mínum og kveikir sér í sígarettu, þá finnst mér að hann gæti allt eins hrækt á okkur báða og svo snýtt sér í ermina mína. Það þætti auðvitað ekki kurteisi... en væri í raun minna skaðlegt fyrir mína heilsu! Það er bara rugl að fólk geri þetta en það gerir það því miður samt. Svo það virðist þurfa að setja skilti í skýlin, alveg eins og það eru skilti í vögnunum sem skipa fólki að víkja fyrir gömlu fólki og óléttum konum, þó slíkt ætti að vera sjálfsagt mál.

Nei. Strætó er nógu aðþrengdur fjárhagslega nú þegar, og mörg þarfari þjónusta sem vantar vegna fjárskorts. Ef fólk vill reykja tóbak ofan í sín lungu þá má það gera það óáreitt svo lengi sem það reykir ekki ofan í annarra manna lungu; en mér þykir ekki réttlætanlegt að sóa almannafé í aðstöðu fyrir reykingar, reykingarmaðurinn getur þá bara beðið þangað til hann er kominn heim og getur reykt í stofunni hjá sér.

Jafnvel þó að reykingar yrðu bannaðar í strætóskýlum þá sé ég það aldrei gerast að reykingamaður fari út í hellidembu til að kveikja sér í. og hver ætti að sjá um að framfylgja þessu banni? stoppar lögreglubíll fyrir utan skýlið og biður reykingamanninn um að vinsamlegast fara út úr skýlinu að reykja. Snýst þetta ekki frekar bara um almenna kurteisi, Þeir sem reykja sýna tillit og blása þessu ekki framan í þig og þá getur þú sýnt þá almennu kurteisi á móti að skipta þér ekki af því

Vandamálið kemur upp ef fleiri biða í strætóskýlinu, eða jafnvel við skilti án skýlis ef vindátt er óhagstæð. Kannski væri farsælast að banna reykingar ef fleiri en einn eru við stoppistöðina / í skýlinu ? Eða segja að þeir sem ekki reykja ráða, og reykingarmenn þurfa að taka fullt tillit til þeirra sem ekki reykja. Það væri sýnd ef reykingarfólk hætti að nota strætó, vegna of strangrar reglur.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information