Gróðursetja Tré í úthverfin eins og Grafarvog og Grafarholt.

Gróðursetja Tré í úthverfin eins og Grafarvog og Grafarholt.

Gróðursetja Tré í úthverfin eins og Grafarvog og Grafarholt.

Points

Hvað er þetta með okkur íslendinga. Alls staðar á að setja niður tré til að loka fyrir þetta fallega útsýni sem við höfum, sértaklega í úthverfunum. Nýjasta dæmi eru stóru trein, sennilega aspir, sem er búið að gróðursetja alveg upp við götuna við Borgartún. Hvaða hálfvi. setur tré sem verða 20 metra há eftir nokkur ár halfan meter frá götunni?

Sú sérstaða landsins okkar hefur heillað hingað erlenda ferðamenn, kvikmynagerðarmenn og annað fólk af erlendum uppruna. Ef ég tek sem dæmi Kristnibrautina í Grafarholti þá er hún gott dæmi um hið stórkoslega útsýni til Esjunnar og annara fjalla sem íbúar við hafa njóta. Það væri stórslys ef trjám væri plantað sem myndu skyggja á þetta útsýni. Það er bara ein Esja en tré má sjá hvarvetna bæði í Reykjavík, í öðrum bæjum og í dreifbýlinu. Útsýni til Esjunnar er á við andlega upplifun..

Það eru mörg auð svæði í órækt t.d. viða í Húsahverfinu Grafarvoginum og tilvalið að setja þar trjágróður til skjóls. Einnig mætti setja tré meðfram Vesturlandsveginum til þess að minnka hávaðamengun frá umferðinni.

Væri til í að sjá betri lýsingu á því um hvaða svæði er að ræða og hvað aðalskipulagið segir um þau svæði í dag. En það er alltaf gaman að fá fleiri tré, meiri skóg í borgina og eflaust eru einhver skógræktarfélög sammála þessari hugmynd. Er kannski tilefni til að stofna e.k. sérstakt borgarskógræktarfélag?

Það er t.d. autt svæði sunnanmegin í Veghúsahæðinni sem snýr að vesturlandsvegi og hún er þakin lúpínu, er ekki upplagt að gróðursetja tré á þessu svæði og gera þetta að góðu útivistarsvæði í framtíðinni, trjágróðurinn myndi einnig draga úr vind og hávaðamengun frá vesturlandsvegi. Svo eru svæði meðfram ströndinni hjá Korpúlfsstöðum með miklum vindstrengjum, væri ekki upplagt að setja tré auðum svæðum sem þar eru víða.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information