Stoppistöðin Frakkastígur verði Paradís
Þar sem Strætó fer um Sæbraut í dag er óþarfi að hafa áhyggjur af því hvað stöðin heitir.
Hér er lagt til að gera strætókerfið fallegra
Nafnið Paradís er eiginlega of gott til að það sé bara stoppistöð. Betra væri ef endastöð sem flestra vagna héti Paradís, svo vagnarnir bæru þetta fagra heiti.
Það er aldrei of mikil gleði í borgarmyndinni. Það er aldrei of mikil gleði í almenningssamgöngum. Stoppistöðin Paradís eykur gleði á báðum stöðum.
Þegar strætóstoppistöðvum voru gefin nöfn fékk sú sem nú heitir Frakkastígur tvö nöfn, öðrum megin við götuna hét hún Frakkastígur eins og nú en hinumegin hét hún hinu ljóðræna, fallega og gleðilega nafni Regnboginn. Seinna var því breytt en það var ólíkt skemmtilegra að heyra: "Næsta stopp er Regnboginn" heldur en eins og nú er. Það er hægur leikur að endurnefna stöðina Paradís og heyra stöðina tilkynnta: "Næsta stopp er Paradís."
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation