Göngubrú á gatnamótum Sæbrautar og Súðarvogs

Göngubrú á gatnamótum Sæbrautar og Súðarvogs

Göngubrú á gatnamótum Sæbrautar og Súðarvogs

Points

Göngubrú á gatnamótum Sæbrautar og Súðarvogs myndi stytta göngu- og hjólaleið frá Voga- og Sundahverfi yfir í Elliðaárdal, upp í Ártúnshöfða og fjölmargra annarra göngu- og hjólastíga austan við Elliðaár. Núverandi stígar sem liggja sunnan gatnamóta Miklubrautar og Reykjanesbrautar eru mikill krókur frá hverfum í póstnúmeri 104 austur yfir Elliðaár. Ágætis aðstæður virðast vera fyrir hendi til að byggja þessa brú, þar sem land vestan Sæbrautar liggur hátt.

Sæbrautin er hröð og hættuleg, gönguljósin eru á miðri götu og umferð liggur hratt að ljósunum. Það er óæskilegt að fara yfir á grænu á meðan bílar stefna enn að ljósunum - og treyst að þeir stoppi. Börnum er helst ekki hleypt þarna yfir en með göngubrú myndi allt aðgengi gjörbreytast. Ætti að vera algert forgangsmál fyrir innviði borgarinnar.

Hef alltaf séð þessa göngu/hjóla brú yfir Sæbraut tengja Snekkjuvog og Tranavog, …sérstaklega ef hugmyndin um að blanda byggð í iðnaðarhverfinu verður framkvæmd. En þá þarf að leggja bunguna á Sæbrautinni, sem hefst við Súðavog, að hluta til í stokk og gera þar með göngufært yfir Sæbrautina milli hverfanna. Þannig tengist Vogahverfið betur við (blönduðu)byggðina í iðnaðarhverfinu og smábátahöfnina við Naustavog.

Hef alltaf séð þessa göngu/hjóla brú yfir Sæbraut tengja Snekkjuvog og Tranavog, …sérstaklega ef hugmyndin um að blanda byggð í iðnaðarhverfinu og leggja bunguna á Sæbrautinni, sem hefst við Súðavog, að hluta til í stokk og gera þannig göngufært yfir milli hverfana. Þannig tengist Vogahverfið betur við (blönduðu)byggðina í iðnaðarhverfinu og smábátahöfnina við Naustavog.

Brekkan þarna niður er reyndar varasöm fyrir hjólandi þar sem brekkur eiga jú til að auka hraðann og svo koma umferðarljósin þar beint fyrir neðan. Eitt sinn rann ég á hausinn í lausamöl á hjólinu þarna og kútveltist út á miðja götuna. Bara heppni engin umferð var þar það augnablikið.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information