Átak skóla og lögreglu til að tryggja öryggi nemenda

Átak skóla og lögreglu til að tryggja öryggi nemenda

Átak skóla og lögreglu til að tryggja öryggi nemenda

Points

Auka þarf eftirlit með umferð á þeim tímum er börn eru að fara til og frá skólum. Of margir ökumenn vriða ekki umferðarreglur og flýta sér um of í kringum skóla. Nauðsynlegt er að fylgjast með og skrá niður umferð, umferðalagabrot og aðrar hættur og gera ráðstafanir. Gefa áminningar, tímabundnar lokarnir, breyta akstursleiðum varanlega - Nýlega var ekið á tvö börn sama daginn hér á höfuðborgarsvæðinu sem betur fer ekkert alvarlegt. Gerum bara það sem þarf til úrbóta - verum á undan einu sinni.

Lögregla myndi framkvæma mælingu/eftirlit við hvern skóla einu sinni í mánuði og sá skóli sem væri með bestu niðurstöðu hverju sinni fengju einhverja umbun - ÍTR kæmi með leiktæki, slökkvubíll í heimsókn og eldur slökktur, veltibíll, eitthvað skemmtilegt fyrir þann skóla. Fjölmiðlar myndu svo kynna þetta vel og þannig myndu nemendur fara að þrýsta á foreldra og ættingja til að bæta umferðarmenninguna.

sjá http://youtu.be/VLxcJl6ux74

Þetta þarf líka að skoða í stærra samhengi. Þetta er líka foreldravandamál, við verðum að leyfa börnunum að ganga í skólann og minnka þannig umferðina í kring um skólana. Þá mætti skoða að þegar grunnskóli og framhaldsskóli eru í sömu götu, að þeir byrji ekki á sama eða svipuðum tíma eins og t.d. Hólabrekkuskóli og FB. Danir eru líka með verkefni sem heita Gåbus, þar sem foreldrar eða eldri bekkingar ganga í skólann og taka krakka með sér á leiðinni.

Börnin örugg í skólann

Börnin örugg í skólann

Auka öryggi barna í umferðinni

allt of langt myndband

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information