það á ekki að kosta í bílastæði fyrir utan spítalann

það á ekki að kosta í bílastæði fyrir utan spítalann

það á ekki að kosta í bílastæði fyrir utan spítalann

Points

ég vil ekki vera með áhyggjur yfir sekt á spítalanum , ég gæti verið í algjöri neið og er sektuð fyrir að hafa ekki stopað til að taka mér þann tíma og fara borga í eitthvern mælir . Bara algjört rugl að vera með stöðumælir á spítalanum , fer oft þangað og hugsa bara vá til hvers ? vona bara að ég sé ekki ein um þessa hugsun (:

Er ekkert í reglum um atvinnuhúsnæði ( þetta er vinnustaður ), að vinnuveitandi skuli sjá starfsmönnum sínum fyrir ókeypis stæðum ? Ef ekki, þyrfti að bæta því inn í reglurnar, eða gera þeim að gera aðrar ráðstafanir svo að fólk komist til vinnu. Um leið og starfsfólkið fyllir ekki stæðin fyrir framan húsin, myndast pláss fyrir viðskipavini ( þ.e. sjúklinga eða þá sem koma í heimsókn ) - og þá mætti það vera ókeypis. Ég held samt að flest fyrirtæki skipi starfsfólkinu að leggja sem lengst frá, akkurat vegna þessa, en þar sem stæðin eru fá, myndast svona vandamál. En stendur það ekki til bóta, með nýju sjúkrahúsi (hvenær svo sem það rís ) ?. Amk vona ég að þetta vandamál hverfi þá.

Ef ekki væri tekið gjald fyrir stæðin yrðu þau full frá morgni til kvölds og engin nálæg stæði fyrir þá sem eru í flýti eða eiga erfitt með gang. Fólk sem vel gæti gefið sér tíma til þess að leggja lengra frá myndu fylla stæðin, sem og starfsfólk spítalans og nálægra fyrirtækja. Hinsvegar mætti hafa fyrsta klukkutímann ókeypis. En til þess þyrfti annaðhvort að skilgreina viss stæði sem ókeypis skammtímastæði, nota hlið inn eða útaf stæðinu eða bílastæðaskífur með klukku eins og á Akureyri.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information