Það er smá torg við pulsuvagninn en mér finnst að ef laugin eigi að vera endurhönnuð og stúkan og allt, þá eigi ekki að gleyma götusvæðinu og hanna það í samræmi við nýja laug. Taka gömlu ónýtu tröppurnar sem liggja út frá stúkunni að einhverri "götu"ómynd/bílastæði, og fjarlægja þessa götu og útbúa þarna torg. Það gætu verið sölubásar á torginu eða jafnvel innandyra undir stúkunni, ísbúð, verslanir eða eitthvað slíkt. Bara hanna þetta svæði allt í heild og gera það mannvænt, ekki bílvænt.
Í takt við þéttingu byggðar, nýja hönnun borgarhverfa, vistvænar samgöngur og sjálfbærni er þörf á að endurhanna þetta svæði og gera það vistlegra og mannvænna. Tengja saman strætóstoppistöðina, söluturna, gróður og bekki og þá mun mannlífið glæðast. <iframe src="https://www.google.com/maps/embed?pb=!4v1646835140155!6m8!1m7!1sroMNh2jsLiQrX9KbtBnzmw!2m2!1d64.14670115104241!2d-21.87933063998918!3f168.94164874877518!4f-5.2860871127167!5f1.1924812503605782" width="800" height="600" style="border:0;"
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation