Ekki banna trúarbrögð í skólum, heldur vera sveigjanleg.

Ekki banna trúarbrögð í skólum, heldur vera sveigjanleg.

Ekki banna trúarbrögð í skólum, heldur vera sveigjanleg.

Points

Nú er mikil umræða um að banna trúarbrögð í skólum. Börn sem fara með grunnskólanum og leikskólanum í kirkju á aðventunni er bannað að fara með Faðir vorið. Það á ekki að banna börnum að fara með bænir en ekki heldur neyða börn til að fara með bænir. Hafa tvíþætta dagskrá (trúaðir fá bænir, hinir fá létta kynningu). Ég vil auka trúarbragðakennslu og að börnin mín læri um önnur trúarbrögð, íslam, ásatrú, búdda, hindu. Skapa umræður ef börn eru mismunandi trúar innan bekkjarins, auka víðsýni.

Það er rangtúlkun viðkomandi reglna að börnum sé bannað nokkuð. Þau mega enn biðja í skóla og kirkju en ekki má þrýsta þeim útí það eða krefjast þess af þeim.

Í raun er ég ekki á móti Andreu en vil meina að það sé talsverð kennsla um önnur trúarbrögð í skólum. Nemendur fara a.m.k. tvisvar í grunnskóla í gegnum stóru heimstrúarbrögðin og einu sinni í gegnum grunnhugmyndir trúarbragða og sögu. Ég er á móti því að hafa tvöfalt prógram, kristnir og aðrir.

Það getur hljómað vel að vera "sveigjanleg", en til þess að gæta jafnræðis í þessum málum þarf að hafa reglur sem ganga yfir alla jafnt. Það er ákveðinn sveigjanleiki innifalinn í reglunum og því þarf ekki að setja sig upp á móti þeim. Lögð er áhersla á að fræða um lífsskoðanir og reglurnar skerpa á því að skólinn er menntastofnun, en ekki vettvangur trúariðkunar eða trúboðs. Ég setti inn reglurnar sem um ræðir á bloggið mitt (sjá vefslóðina hér).

Það er búið að þvæla þetta mál út og suður með útúrsnúningum og lygum. Það ætlar enginn að banna börnum að fara með faðirvorið. Þau verða hinsvegar ekki skylduð til að fara með það eða leidd í bæn eða trúarjátningu. Aðalnámskrá grunnskóla stendur óbreytt og reglurnar hafa alls engin áhrif á trúarbragðafræðslu í skólanum, nema ef vera skyldi til þess að gera hana faglegri í þeim tilvikum þar sem trúboði hefur verið þvælt saman við hana hingað til.

Trúarbrögð eru ekki bönnuð í Rvík. Auðvitað eiga börn að læra trúabragðafræði um það er ekki deilt. Engin breyting verður á kennslu heldur er verið að koma í veg fyrir trúboð. Í veraldlegu samfélagi eru opinberir skólar fyrir öll börn jafn þeirra sem koma frá trúuðm foreldurm eða ekki. Foreldrar bera ábyrgð á uppeldi barna sinna og gildir það einnig um trúaruppeldi. Tillagan stríðir gegn mannréttindum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information