Umsögn: Vantar skýrari stefnu varðandi samfélagslega nýsköpun og frumkvöðlastarfi en á móti kemur að horft er til þess að nýsköpun í almennum skilningi sé til þess fallin að mæta samfélagslegum áskorunum (sem er skilgreining á samfélagslegri nýsköpun). Samfélagsleg nýsköpun er þvert á geira og samfélagslegir frumkvöðlar sömuleiðis sem dæmi má nefna Tool Library sem er klárlega samfélagslegt frumkvöðlastarf sem Reykjavík hefur notið góðs af. Á Norðurlöndunum er horft til víðtækari skilgreininga á þriðja geiranum en hérlendis þ.e. sem vettvangs/geira fyrir samfélagslega nýsköpun þar sem félagaformið samfélagsfyrirtækið hefur verið lögfest sem hluti þess geira. Hérlendis eru fjölmörg ehf sem hafa verið stofnuð og rekin sem samfélagsfyrirtæki og sú leið er sérstaklega vinsæl hjá yngra fólki. Það væri gaman að sjá borgina stíga fram í þessari umræðu og auk fræðslu og móta stefnu sem styður við bakið á samfélagslegum frumkvöðlum með stuðningi og samstarfi um samfélagsleg verkefni.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation