Flýta byggingu sundlaugar í Grafarholti og Úlfarsárdal

Flýta byggingu sundlaugar í Grafarholti og Úlfarsárdal

Það vantar sárlega sundlaug í Grafarholt og Úlfarsárdal. Það þarf að leggja meiri peninga í málaflokkinn. Það er ófært að bíða til 2022 eftir sundlaug í hverfið.

Points

Það eflir hverfið og almenningsíþróttir verða meiri. Það þarf þá ekki að keyra börn langar leiðir í skólasund. Það hefur verið sannað að það er öflug vímuefnavörn fólkin í því að efla íþróttaiðkun hjá ungu fólki.

Það vantar sárlega íþrótta aðstöðu og þá sérstaklega sundlaug í hverfið. Nú er verið að klára byggingu grunnskóla í Úlfarsárdal og því þess mun brýnna að klára byggingu sundlaugar sem allra fyrst. Þetta eflir líka fjölskyldulífið þar sem, foreldrar geta þá loksins sótt sundlaugina í nær umhverfi frekar en að keyra langar leiðir í næstu sundlaug.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information