Innanbæjar sætisvögnum verði fjölgað í 6 ferðir á kls.

Innanbæjar sætisvögnum verði fjölgað í 6 ferðir á kls.

Innanbæjar sætisvögnum verði fjölgað í 6 ferðir á kls.

Points

Ef hægt er að reiða sig á að þurfa ekki að bíða í meira enn 5-10 mín. eftir vagni munu freiri nota vagnana. Þetta mundi minnka bílaumferð í miðborginni og gefa hana aftur fótgangendum. Þetta mundi stuðla að gera miðborgina umhverfisvænni, fjölga göngugötum (undansk. strætó), og gera miðbæinn að umhverfissvæði fótgangenda, sem hefði jafnframmt jákvæð áhrif á íbúa, verslun og atvinnulíf. Til að íbúar úthverfa gætu notið góðs af, ætti að mynda ókeypis (neðanjarðar) bílahús við strætóendastöðvar.

Pínu úthverfafordómar í umræðunni hér. Ég styð þessa hugmynd en tel að a) 10 mín milli ferða er nóg á álagstímum (t.d. 07:00 til 09:00, svo 15:30 til 18:00) b) þetta gildi um alla vanga - líka þá sem fara i "nýja" Reykjavík (fyrst 101-107 er "gamla" Reykjavík). Á örðum tímum er s.s. í lagi að vagnar fari á 20 mín fresti.

Styð þetta almennt, en nokkrar pælingar: 6 ferðir á klukkutíma myndi þýða að 540 strætóar á dag færu um litla bútinn við norðurenda Suðurvegar (forsenda: strætóar 1, 5, 6, 11 og 12 fara þarna um 6 sinnum á klukkutíma frá 7:00 til 24:00), sem hljómar fyrir mér eins og það sé einhver galli í leiðarkerfinu, að það sé ekki að skalast rétt eða þjóna sínum tilgangi. Eitthvað mun þetta svo kosta. Getum við rætt leiðarkerfisbreytingar og fjármögnunarmöguleika, og kannski líka hvernig við hvetjum fólk til að leggja einkabílnum?

Vá! Það er ekki verið að byðja um lítið. Neðanjarðar (ókeypis!) bílastæðahús við endastöðvar. Og lítið umhverfisvænt að hafa eins og Smári segir, fleiri hundruð strætóferðir um þröngar og litlar götur, með öllu því sóti og annari mengun sem því fylgir. Til að fólk noti strætó þarf mikla vitundavakningu, og að gera umferð með einkabílum verri. En eins og borgin okkar er byggð upp í dag, er strætóinn bara miklu síðri kostur en einkabíllinn. Jafnvel í nýjum hverfum sem eru skipulögð er ekkert hugsað út í almenningssamgöngur, Bara hvernig bíllinn kemst sem hraðast út á hraðbraut. Svo, engin breyting í augsýn því miður. Svo er náttúrulega möguleiki að minnka strætisvagnana, niður í ef til vill Yaris eða eitthvað. Og láta þá ganga á mínútna fresti ;)

Ég er sammála að Strætó kerfið hlýtur að vera meira en lítið gallað. Ég man þegar ég bjó við bústaðvegin þá voru oft þrír strætís vagnar í röð eftir bústaðaveginum. Hlýtur að vera hægt að málið að vera með innan hverfisvagna sem keyra á mill segla eins og skóla og íþrótta félaga og svo tengi vagna á milli hverfa. Dæmi um þetta fyrirkomu lag má sjá í Hafnarfirði með hina frábæru frístunda vagna.

Ég er sammála að Strætó kerfið hlýtur að vera meira en lítið gallað. Ég man þegar ég bjó við bústaðvegin þá voru oft þrír strætís vagnar í röð eftir bústaðaveginum. Hlýtur að vera hægt að málið að vera með innan hverfisvagna sem keyra á mill segla eins og skóla og íþrótta félaga og svo tengi vagna á milli hverfa. Dæmi um þetta fyrirkomu lag má sjá í Hafnarfirði með hina frábæru frístunda vagna.

Að sjálfsögðu þyrfti að endurskipuleggja kerfið þannig að margir vagnar þjóna ekki sömu leiðunum! Einnig mætti athuga með að minnka stærðir innanbæjarstrætisvagna. Satt er að borgin er byggð allt of dreifð, sem hentar ekki strætisvagnakerfinu. En ef við lítum bara á gömlu Reykjavík, þ.e.a.s. hverfin 101, 103,105,104 og 107 þá verður þetta miklu viðráðanlegra og auðveldara að skipuleggja. Síðan mættu úthverfavagnar tengjast innanbæjarhverfinu á ákveðnum tengistöðvum.

Ég er sammála að Strætó kerfið hlýtur að vera meira en lítið gallað. Ég man þegar ég bjó við bústaðvegin þá voru oft þrír strætís vagnar í röð eftir bústaðaveginum. Hlýtur að vera hægt að málið að vera með innan hverfisvagna sem keyra á mill segla eins og skóla og íþrótta félaga og svo tengi vagna á milli hverfa. Dæmi um þetta fyrirkomu lag má sjá í Hafnarfirði með hina frábæru frístunda vagna.

Ekki fordómar, heldur að finna hagkvæma lausn á stærð og útbreiðslu Reykjavíkursvæðis. Það segir sig sjálft að net strætisvagna þéttist alltaf, því nær sem dregur miðju borgar. Þeir sem búa í úthverfum þurfa frekar á bílum að halda dagslega. Hins vegar ef innanbæjarstrætisvagnakerfið yrði endurbætt þannig að þeir sem þar byggju gætu hæglega notað það í stað bílsins, þá yrði það gott fyrir alla borgarbúa, hvot svo sem þeir búa innanbæjar eða utan. Strætisvagnakerfið þarf að vera fyrir alla, en ekki aðeins fyrir þá sem fara í og úr vinnu. Þeir sem mest stóla á strætó núna eru börn, aldraðir, öryrkjar og foreldrar með ung börn. Þessi hópur er á ferðinni á öllum tímum. Ég legg því til að vagnar gangi ekki sjaldnar en á 10 mínútna millibili hvernær sem er að degi til.

Ég held að það sem virkilega myndi duga til að draga úr einkabílisma, mengun, eilífum kostnaði og plássfrekju við bílastæði og bílastæðamannvirki og umferðarteppum í borginni væri að hafa ókeypis í strætó - keyra þá á umhverfisvænu eldsneyti, hafa ferðir á 10 mínútna fresti á aðalleiðum og svo minni vagna í örum ferðum innan hverfa. Semsagt endurskipuleggja og endurhugsa allt kerfið, ekki með hagnað samgöngufyrirtækisins að leiðarljósi, heldur sparnað okkar allra í víðara samhengi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information