Sporvagnar án spora eða kapalvagnar

Sporvagnar án spora eða kapalvagnar

Sporvagnar án spora eða kapalvagnar

Points

Strætisvagnar sem ganga fyrir rafmagni án þess að vera háðir sporum eru notaðar í nokkrum borgum í Evrópu (trolleybus) Þar eru vagnarnir bundnir við kapalleiðslur. Leggja þarf kapla fyrir ofan vegina á helstu leiðum en vagnar sem ganga inn í úthverfi eru ekki tengdir. Þessir vagnar eru að öðru leiti eins og venjulegir strætisvagnar. Ég tel að við eigum skoða hvort þessi kostur henti okkur. Það er auðvitað ókostur er að ekki er fallegt að hafa rafmagnskapla yfir öllum strætóleiðum.

Það er nóg til af metangasi fyrir strætóflotann, það er vistvænnna og ódýrara heldur en að fara í að leiðsluvæða heilu göturnar.

nú eru svona vagnar með rafgeymum svo línurnar þurfa ekki að vera alla leiðina, en þyngri þá og því hafðir lengir með lið eða tvöfaldir. sjá wikipedia ágætisgrein um þetta http://en.wikipedia.org/wiki/Trolleybus

Sá sama kerfið í Moskvu og fannst mikið um ! Styð algjörlega þessa tillögu um að skoða þennan kost. Ef til vill geta þessir vagnar nýst sem ferðamáti á mili Reykjavíkur og Leifstöðvar eftir að Reykjavíkurvöllur verður lagður niður, ef svona vagnar ganga hraðar en rútur.

ánægður með þetta framlag ég var búinn að tala um þetta líka fyrir smá síðan en það er alveg þörf fyrir þetta myndi margborga sig fyrir höfuðborgarsvæði ,,http://betrireykjavik.is/priorities/1433-ad-hafa-sporvagn-i-reykjavik-sem-gengur-a-gotu-med-umferd'' hægt væri meira að segja nota fólkið sem er á atvinnuleysisskrá til að vinna þessa vinnu og koma á gagni kerfi sem myndi virkja fólkið sem er á atvinnuleyssiskrá svo það myndi ekki rotna heima hjá sér og gera bókstaflega ekki neitt.

Mér finnst full ástæða til að skoða kosti og galla þessa kerfis. Trúlegt er að útfærslur sem hafa virkað vel áratugum saman í veðráttu líkri okkar, gangi ekki síður hér. Þá mætti byrja á miðbænum og meta síðan reynsluna, líktog gert var við Vetnis vagnana.

Þetta er akkurat málið, við eigum að nota rafmagnsvagna. Þeir draga á eftir sér kerru sem geymasettin eru í, og á ákveðnum áfangastöðum fá þeir fullhlaðnar kerrur.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information