Breiðholtsskóli er elsti grunnskóli Breiðholts. Um árabil hefur verið fyrirhugað að byggja við skólann og viðhaldi við skólann og lóðina átti að sinna í framhaldinu. Árið 2008 áttu framkvæmdir að hefjast, en voru blásnar af. Árið 2011 átti að hefja framkvæmdir við lóðina .Enn hefur ekkert gerst.
Það væri frábært ef hægt væri að viðhalda og bæta innan veggjar skólans alveg kominn tími á að ditta að hlutum borðum stólum og þess háttar.
Eins og sést í fundargerð Borgarráðs hér við þessi rök þá er ástand orðið ansi bágborið innanhús Breiðholtsskóla og þarf að mála skólann, skipta um lýsingu, skipta út húsgögnum, fá nýjar tölvur og margt fleira, ég krefst þess að framkvæmdir hefjist í sumar en ef það er ekki hægt vegna fjárlagaárs þá ekki seinna en strax 2014.
Breiðholtsskóli er búinn að vera "á hold" í alltof langan tíma, viðbygging átti að eiga sér stað 2005 eða um það leyti og var það blásið af. Fallegur og góður skóli sem virkilega þarfnast upplyftingar. Gerum góðan skóla fallegri og fegrum skólann og skólalóðina.
Ef ég fer með börnin að hjóla þá seigja þau alltaf "förum í Hólabrekkuskóla"... Hvað er frábært við það, jú, Hólabrekkuskóli er með mjög flottri lóð og leiktækjum sem heilla og vekja áhuga barnanna. Hvað er ömurlegt við þetta, börnin mín eru í Breiðholtsskóla og ættu að vilja fara í skólann sinn að leika en nei, það er allt svo ömurlegt þar, drulla í brekkum, ónýt skólalóð að mestu og svo framvegis. Nú er ég búin að röfla um lóðina, næst er það innanhús...
Það getur ekki verið réttlætanlegt að heilar kynslóðir fari í gegnum skólagöngu sína án þess að lóð eða skólabyggingu sé viðhaldið að þörfum og að ekki sé búið að skapandi og örvandi umhverfi. Hvaða ímynd viljum við búa til hér?
Af hverju eiga börnin okkar og þeirra umhverfi alltaf að sitja á hakanum? Mér finnst líka svæðið í kringum skólann eigi að geta tengst betur skólalóðinni og gæti orðið mjög skemmtilegt og bíður upp á marga möguleika. En svo þurfum við íbúarnir líka að ganga vel um þessi sameiginlegu svæði, t.d. hætta að henda rusli mér stundum blöskrar ruslið þarna.
Er sjálf að vinna í öðrum grunnskóla og mismunur á aðstöðu og tækjakosti er ótrúlega mikill, Breiðholtsskóli hefur dregist stórlega afturúr og munurinn mun verða meiri ef ekkert verður að gert.
nýjasti og flottasti skóli landsins. Síðan eru liðin mörg ár og hann er ekki lengur í þeim flokki - meira svona í E flokki með neikvæðum horfum.
Það er löngu kominn tími á allt viðhald í Breiðholtsskóla, innan dyra sem utan. Málningu er ábóta vant sem og húsgögnum innandyra og skólalóðin gæti boðið upp á svo miklu meira en hún gerir í dag. Það er ótækt að láta svona mikilvæga byggingu grotna niður. Með því að viðhalda ekki byggingunni og lóðinni er bæði starfsfólki og nemendum sýnd vanvirðing, þau eiga rétt á að vinnustaðurinn þeirra, þar sem þau eyða mörgum klukkutímum á dag, bjóði þau velkomin og sé vel búinn.
Eftir að hafa heimsótt fjölda skóla á höfuðborgarsvæðinu varð mér enn ljósra það sem ég vissi áður, þ.e. að viðhald lóðar og húsnæðis Breiðholtsskóla stenst engan veginn samanburð við nýrri byggingar og jafnvel þær eldri. Víða á skólalóðinni er bein slysahætta vegna skorts á viðhaldi. Það er leitt að sjá umhverfi barna okkar mæta slíku áhuga- og sinnuleysi sem raun ber vitni. Ég óska þess að brugðist verði við hið fyrsta.
Mér finnst mjög dapurlegt hvernig Breiðholtsskóli hefur verið látinn sitja á hakanum öll þessi ár. Ég flutti í hverfið árið 2005 og þá með 2 börn á skólaaldri. Ég man mjög vel daginn sem ég skoðaði skólann með aðstoðarskólastjóranum. Mín fyrsta upplifun var að þetta var eins og eldgamall sveitaskóli. Börnin mín komu úr Hólabrekkuskóla og voru góðu vön. Mér finnst í gegnum árin að það sé stöðugt verið að gera endurbætur á skólunum í kring en alltaf gleymist Breiðholtsskóli.
Þarf að byggja við skólann svo að hægt verði að flytja börnin úr þessum blessuðu skúrum. Byggja betri aðstöðu fyrir dægradvölina.
Þessi elsti skòli hverfisins hefur of lengi setið á hakanum nánast ì skjòli hugmynda um viðbyggingu sem alltaf er frestað.
Lögbundin þjónusta sveitarfélaga við íbúa snýr einkum að skóla - og velferðarþjónustu. Af fyrirliggjandi viðhaldsverkefnum hlýtur að teljast eðlilegt að fyrst sé hugað að þeim sem snerta þessa þjónustuþætti. Námsumhverfi nemenda í Breiðholtsskóla og þar með talin skólalóðin eru í niðurníðslu. A.m.k. frá árinu 2005 hefur átt að byggja við skólann og viðhaldi skóla og lóðar frestað þar til henni væri lokið. Árið 2008 átti að byggja, en frestað. Árið 2011 átti að laga skólalóðina, en frestað.
Þarf að byggja við skólann svo að hægt verði að flytja börnin úr þessum blessuðu skúrum. Byggja betri aðstöðu fyrir dægradvölina.
Ég man ekki hvað það eru mörg ár síðan byrjað var að ræða það að laga skólalóðina við Breiðholtsskóla en aldrei gerist neitt. Alla grunnskólagöngu dætra minna hefur verið rætt um viðbyggingar, lagfæringar o.fl. Nú er sú yngri að klára 10. bekk og enn er skólalóðin rústir einar. Það er kominn tími til elsti grunnskólinn í Breiðholti fái sitt viðhald. Ástand skólans fælir barnafólk frá þessu frábæra barnvæna hverfi sem Bakkarnir eru.
Löngu orðið tímabært að gera Breiðholtsskóla að fallegum skóla því í honum eru duglegir og flottir krakkar....og að sjálfsögðu flott og gott starfsfólk. Þetta er til skammar hvernig ástand skólans er bæði að utan sem innan svo ekki sé minnst á sjálfa skólalóðina. Ég hef unnið í Breiðholtsskóla í tæp 10.ár og líkar mér sú vinna mjög vel, börnin mín tvö voru í þessum skóla og eru þau fullorðin í dag og skólinn ekkert breyst síðan. Nú þarf að bretta upp ermarnar og klæða Breiðholtsskóla í flottan búning og gera skólalóðina fína og aðlaðandi sem og skólann sjálfan svo við bakkabúar getum verið stolt af okkar skóla. Takk fyrir mig og vonandi fer boltinn að rúlla fljótlega.....Virðingafyllst Guðný Guðmundsdóttir starfsmaður Breiðholtsskóla.....
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation