Kaffihús í nýrri viðbyggingu Fjölbrautaskólans í Breiðholti

Kaffihús í nýrri viðbyggingu Fjölbrautaskólans í Breiðholti

Kaffihús sem er opið öllum í nýrri viðbyggingu sem stendur til við að byggja við Fjölbrautarskólann í Breiðholti. Kaffihúsið væri opið utan af götunni og innangengt úr skólanum og því opið öllum. Þarna gætu nemendur FB jafnt sem Breiðhyltingar geta notið góðrar og kósí stemningar, spilað spil, lært, drukkið kaffi og keypt sér veitingar. Það væri líka flott að hafa útisvæði til að geta notið sólarinnar þegar hennar nýtur við.

Points

Það var eitt svona kaffihús í háskóla í Varsjá sem ég var í skiptinámi í fyrir nokkrum árum. Þá var það í glænýrri viðbyggingu, var innangengt úr skólanum og snéri einnig út á götu. Fullt af fólki notaði það, nemendur jafnt sem fólk í hverfinu. Skapaði mjög góða og dýnamíska stemningu, mikið af ungu fólki. Rekstargrundvöllur slíks kaffihús væri mjög sterkur, húsið gæti einnig verið opið frameftir kvöldi þrátt fyrir að það væri búið að loka skólanum. Það bráðvantar fleiri góð kaffihús í Breiðholt

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information