Í framhaldi af umræðu um klingjandi kirkjuklukkur.

Í framhaldi af umræðu um klingjandi kirkjuklukkur.

Í framhaldi af frétt Morgunblaðsins um athugasemd varðandi kirkjuklukkur á vefnum www.betrireykjavik.is vil ég taka eftirfarandi fram: Undirritaður býr í Seljahverfi og um hann umlykja að minnsta kosti tvö prestaköll; Seljakirkju og Breiðholtsprestaköll og kaþólska kirkjan að aukil Klukkur þessara safnaða hringja í tíma og ótíma og valda mér miklum óþægindum og vanlíðan þegar þær byrja að hringja. Ég óska eftir því að borgin taki á þessu máli og banni klukknaspil að óþðrfu. Kv/Ólafur.

Points

Ekki kannast ég við að Múslimar séu kallandi í moskuna, ætli mörgum þætti það ekki óþægilegt að fá það líka. Með fullri virðingu fyrir kirkjunni og hennar starfi þá er þetta ekki slíkt mál heldur hávaðamengun og snýst um réttindi borgaranna til lífsgæða. Annars hringdu klukkur til að fæla burtu illa anda í fyrstu en svo var því breytt í að láta alla vita að nú væri messa. Telja má að sú ástæða standist ekki skoðun, það vita allir í söfnuðinum hvenær messa hefst. Það er ekki þörf á þessu lengur.

Það er óþolandi að kirkjan geti raskað ró borgarbúa með endalausu klukknaspili frá kl. 08:00 og fram eftir degi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information