Athvarf geðsjúkra, Vin verði opið ÁFRAM

Athvarf geðsjúkra, Vin verði opið ÁFRAM

Athvarf geðsjúkra, Vin verði opið ÁFRAM

Points

Vin við Hverfisgötu hefur verið athvarf geðsjúkra í mörg ár. Rauði krossinn hyggst hætta rekstrinum og hvet ég borgina til að tryggja hann áfram. Í Vin koma daglega 25-30 manns og njóta aðhlynningar og félagsskapar - fólk kaupir sér mat og kaffi, teflir, málar, getur farið í sturtu eða í hvíldarherbergi. Starfsfólk er frábært og margir sem væru einir heima hjá sér fá þarna góðan félagsskap sem bætir geðheilsu. Það er ekki lausn að vísa fólkinu á elliheimili eins og einhverjir halda víst.

Hefði viljað setja þessa tillögu í annað sæti, næst á eftir tillögu minni um neyðarathvarf fyrir útigangsfólk og fíkla. Tekst ekki að breyta röðinni - þ.e. að draga tillöguna upp á listanum mínum.

Pétur, hvaða vef browser ertu að nota? Við höfum heyrt að það sé vandamál með þetta á Internet Explorer, við mundum laga það á morgun.

Styðjum Vinafélagið - Hollvinasamtök Vinjar

Ok, pósta hér eftir að við erum búnir að laga þetta fyrir IE á morgun :)

Sæll Robbi - ég er einmitt að nota IE 9 64bita útgáfuna. Það er útúr neyð, þar sem Google Chrome 64bita krassar stöðugt og bláskjáar jafnvel tölvuna.

Göngum í Vinafélagið - hollvinafélag Vinjar

Kraftaverkin gerast - í traustri Vin!

Tryggjum framgang þessa máls - klukkan tifar

Ég vil þakka Rannsý fyrir mikilvægt og þarft innlegg fyrir þá sem minnst mega sín

Stofnað var vinafélagið Velunnarar Vinjar. Nánari upplýsingar gefa Magnús Matthíasson s. 691-2254 og Björn Ívar Karlsson s. 692-1655. Ég tel að reksturinn eigi að vera í svipuðu formi og hann hefur verið og fyrir sama hóp: Vin er athvarf fyrir fólk sem hefur átt við geðsjúkdóma að stríða. Þar er unnið gott starf. Rannsý.

Á tímum niðurskurðar til heilbrigðismála hljóta allir að geta orðið sammála um það að ein skynsamlegasta lausnin í geðheilbrigðismálum sem fram hefur komið er fólgin í því að róa að því öllum árum að Vin athvarf að Hverfisgötu lifi. Hvers vegna kann einhver að spyrja, jú vegna þess að Vin hefur án nokkurs efa stuðlað að færri innlögnum á sjúkrahús, Vin hefur stuðlað að bættum lífsgæðum hundruða einstaklinga, Vin er miklu meira en athvarf, hún er miklu meira en bara vin, hún er uppspretta mannkærleika, ástar og virðingar. Vin verður að lifa, gerum allt til að svo verði. Berjumst bræður og systur !

Vin sparar ríki/borg miklar fjárhæðir með því að vera Vin í eyðimörk og með það yndislega andrúmsloft sem allir finna sem inn í húsið koma, svo víða mætti leyta. Ef á að loka Vin hygg ég að margir sem hafa lent illa í lífinu og hafa fengið einhverskonar geðtruflanir einsog harðneskja lífsins í dag býður uppá, held ég að það geti verið mjög varasamt og kostnaðarsamt að rífa Vinina burt frá fólki sem hefur fengið Nóg af mótlæti og á þess síst skilið að höggvið sé að því !!!! Vin verndar frá geðdeildardvöl sem er mun kostnaðarsamari !!!

Geðfatlaðir hafa fram að þessu þurft að sæta miklum fordómum. Jafnvel litið á þá sem einhvers konar aumingja. En geðfatlaðir eru svo sannarlega engir aumingjar heldur hetjur. Hetjur sem hvoru tveggja þurfa að berjast við illvíga sjúkdóma og skerðingu á lífsgæðum þar sem flestir þeirra eru öryrkjar. Öryrkjar geta ekki leyft sér að fara á dýra tónleika, né í leikhús þegar þá langar til. Þeir geta oft og tíðum ekki einu sinni keypt sér ný föt, heldur þurfa að kaupa þau notuð. Tannlæknaþjónusta er þeim einnig oftast ofviða með þeim sársauka og niðurlægingu sem því fylgir. Félagsfærni margra geðfatlaðra er slæm og því er staður eins og Vin þeim nauðsynlegur til þess að geta rofið félagslega einangrun sína og notið samveru við annað fólk. Með lokun Vinjar eru því brotin mannréttindi á þeim einstaklingum sem hana sækja.

Ef vandinn við rekstur Vinjar er fólginn í því að Rauði Krossinn hafi ekki bolmagn til að reka það á þeim forsendum sem þegar er verið að gera, þá er brýnt að Borgin skoði möguleika á aðkomu fleiri aðila. Í Vin fer fram frábært starf og Hollvinasamtökin fyrsta skrefið í að tryggja áframhaldandi starf þar. Borgin þarf að tryggja að átak Vinafélagsins nýtist og ef nýtingin á húsnæðinu er talin ónóg þarf að þróa aukna starfsemi fyrir fleiri hópa frekar en að leggja niður hið góða starf í Vin!

Það er nauðsynlegt að reka Vin áfram því að þangað koma margir sem þurfa að hafa fastan punkt í tilverunni og Vin er þeirra fasti punktur.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information