Melskóli. Má ekki gera við klukkuna ofaná kringlunni í skólanum.

Melskóli. Má ekki gera við klukkuna ofaná kringlunni í skólanum.

Gera við klukkuna.

Points

Klukkan er það sem allir fara eftir, hvort sem það er til þess að mæta ekki seint í skólann eða til að vakna ekki of seint. Við lifum á árinu 2014.

Eftir samtal við íbúa í hverfinu sem hafa gengið á eftir þessu máli öðru hverju síðustu árin, þá hefur það reynst erfitt að gera við klukkuna. Það hefur verið reynt til þrautar. það sem þarf að gera er að skipta út gangverkinu og fá gangverk sem dugar við íslenskar aðstæður, frost og raka sem safnast saman þarna í klukkuturninum. Það dugar ekki bara að gera við gangverk sem ekki er hannað fyrir þessar aðstæður.

Svona klukkur eiga það til að vera rangt stilltar. Þegar hugað er að viðgerð, þá væri áhugavert að sjá sjálfvika stillingarmöguleika fyrst það þarf að kaupa nýtt klukkuver á bakvið skífurnar. Hérna eru nokkrir góðir kostir sem sækja tímamerki frá gerfihnöttum. http://www.mobatime.com/products/accessories/time-code-receivers.html og það eru til fleiri góðar lausnir á þessum markaði. Ef hægt er að treysta því að þessar klukkur séu réttar, þá eru þær til mikils sóma.

Klukkan á Melaskóla er mikil prýði á skólanum og fyrir börnin að geta fylgst með tímanum. Mér skilst að klukkan hafi ekki virkað í mörg ár er ekki komin tími til viðgerða.

Gæti trúað því að það virki hvetjandi fyrir börnin að hafa skífuklukku sem virkar í stafrænni veröld!

Það er rúmur áratugur síðan hún bilaði...

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information